Leikjarýni

Birt þann 26. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjarýni: Lollipop Chainsaw (2012) [MYNDBAND]

Lollipop Chainsaw leikjagagnrýnin er önnur vídjógagnrýni Nörd Norðursins (sú fyrsta er Call of Duty: Black Ops II).

Hingað til höfum við aðallega birt gagnrýni í textaformi á heimasíðu okkar, en nú höfum við ákveðið að bregða útaf vananum og prófa eitthvað nýtt. Við hvetjum svo lesendur til að láta í sér heyra og segja hvernig þeim líst á þennan nýjung.

Helstu gallar leiksins er að hann getur orðið einhæfur á köflum og borðin gætu verið jafnari í lengd sinni. Þau geta tekið frá hálftíma og uppí klukkutíma, þá er talað um með einstaka pásur og senur sem koma inná milli. En þar sem leikurinn er frekar stuttur, ekki nema 6-8 tímar eftir hraða spilaranns, er ekki hægt að skamma leikinn of mikið þar sem mikið er um húmor, sorakjaft og almennan fíflaskap sem ekki er hægt að taka alvarlega. Svo er gaman að sjá tilvísanir í hryllingsmyndir og gamla tölvuleiki.

Á heildina litið er leikurinn hin fínasta skemmtun ef maður hefur ekki miklar væntingar til leiksins. Sagan er kannski ekki djúp eða fersk, en hver þarf því á að halda þegar maður er með keðjusög og uppvakninga.

 

Höfundur er Jósef Karl Gunnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑