Leikjarýni

Birt þann 6. mars, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjarýni: WWE ’13 (2012)

Glímuleikurinn WWE ’13 kom út í lok árs 2012 á PS3, Xbox 360 og Wii. Leikurinn fetar í fótspor fyrirrennara síns, WWE ’12, og býður upp á svipaða möguleika og spilun. Aðdáendur WWE glímunnar munu þó eflaust gleðjast yfir nýjum möguleika sem nefnist „Attitude Era“ þar sem þeir geta spilað sem WWE glímukappar frá því fræga tímabili.

Leikur fyrir WWE aðdáendur

Leikurinn tekur nokkuð vel á móti spilaranum með valkostum þar sem meðal annars er boðið upp á að spila stakan leik, spilað við aðra leikmenn í fjölspilun, að búa til þinn eigin bardagakappa, að hefja spilun á áðurnefndu „Attitude Era“ og fleira. WWE glíman er gríðarlega vinsæl (og þá sérstaklega í Bandaríkjunum) og er leikurinn markaðssettur og hannaður með aðdáendur í huga. Ólíkt leikjum á borð við Fight Night og NHL 12 nær WWE ’13 ekki góðum tengslum við hin almenna spilara sem ekki er aðdáandi íþróttagreinarinnar.

WWE 13

Einhæf spilun

Leikurinn er ansi svipaður WWE ’12 og fátt nýtt á ferðinni. Fyrir utan hið epíska „Attitude Era“ geta spilarar einnig búið til sinn eigin glímuhring og bardagakappa sem gefur leiknum lengri líftíma. Sjálf spilunin snýst að miklu leyti um að standa á réttum stað á réttum tíma og ýta á rétta takka. Þeir sem ekki eru aðdáendur WWE eiga eftir að gefast fljótt upp á frekar einhæfri spilun.

Apað upp eftir sjónvarpinu

Á meðan glímunni stendur breytist sjónarhorn myndavélarinnar mjög reglulega og minnir á sjónvarpsútgáfuna af WWE glímunni. Á heildina litið virka þessi nýju sjónarhorn nokkuð vel en það kemur fyrir að ef glímukappanir eru staðsettir milli tveggja sjónarhorna þannig að allt fer að flökkta. Til mikillar gleði fyrir þá sem eru ekki hrifnir af svona hlutum er hægt að slökkva á þessum möguleika í leiknum.

WWE 13

Glíman heldur áfram

Grafík og hljóð leiksins eru heldur fyrir neðan meðallag, en er þó ekki svo slæmt að það hafi áhrif á leikinn eða spilun hans. Hægt er að framkvæma fjöldan allan af mismunandi glímubrögðum í leiknum og hefur hver glímukappi sitt eigið einkennisbragð (signature move). Það kemur fyrir að maður hreinlega gleymi því að maður sé að spila leikinn þar sem glímakapparnir framkvæma hin ótrúlegustu brögð við það eitt að ýta á einn eða tvo takka að handahófi.

Á heildina litið er WWE ’13 er glímuleikur sem er sérstaklega hannaður fyrir aðdáendur WWE. Spilun leiksins er nokkuð slöpp og einhæf og á leikurinn auðvelt með að fæla hefðbundna spilara frá leiknum. Það er fátt í þessum leik fyrir spilarar sem eru ekkert spenntir fyrir WWE – en þetta er klárlega eitthvað sem aðdáendurnir ættu að prófa.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑