Gamestöðin verður með kvöldopnun vegna útgáfu GTA V á PS3 og Xbox 360. Í tilefni af útgáfu leiksins verður breytt andyri Kringlunnar fyrir framan Gamestöðina (við hliðina á Hagkaup á efri hæð) í skemmtistað. Gamestöðin segist ætla að bjóða upp á brjálað hljóðkerfi og munu þeir Erpur og Emmsjé Gauti sjá um að skemmta. Boðið verður upp á veitingar og annað óvænt. Fjörið byrjar mánudaginn 16. september kl. 20:00 og verður leikurinn afhentur stuttu síðar, eða kl. 22:00. Fimm ár eru liðin frá því að nýr GTA leikur kom út og hvetur Gamestöðin alla sem ætla að ná sér í…
Author: Nörd Norðursins
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness bendir á tvo áhugaverða fyrirlestra sem eru framundan í september í fréttapósti sem var sendur út í gær: Nóbelsverðlaunahafi segir frá nýjustu rannsóknum í öreindafræði Þriðjudaginn 10. september 2013 flytur David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands (2. hæð í aðalbyggingu) Fyrirlesturinn hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn er að finna á Stjörnufræðivefnum: http://www.stjornufraedi.is/tilkynningar/nr/1452 Félagsfundur mán. 16. sept. Fyrsti…
Vélmennalöggann Alex Murphy snýr aftur á hvíta tjaldið í RoboCop endurgerðinni sem er væntanleg í kvikmyndahús snemma árið 2014. Upprunalega myndin er frá árinu 1987 þar sem Peter Weller og Nancy Allen fara með aðalhlutverk ásamt Dan O’Herlihy, Ronny Cox og Kurtwood Smith. Að þessu sinni mun Svíinn Joel Kinnaman taka að sér hlutverk Alex Murphy, en auk Joel leika þau Gary Oldman, Michael Keaton, Abbie Cornish og Samuel L. Jackson í myndinni. Í Gravity fara þau Sandra Bullock og George Clooney með hlutverk geimfara sem festast í geimnum eftir hræðilegt slys. Alls fara fimm leikarar með hlutverk í myndinni…
Skemmtilega vildi til að þessi tölvuleikjaspilari fékk boð um að taka þátt í lokaðari Beta prufu fyrir FIFA 14. Þar sem fleiri er líklega jafn spenntir, ef ekki spenntari, fyrir þessum leik þá er upplagt að sýna smá frá leiknum og tala aðeins um breytingar sem hafa verið gerðar, athuga skal að þetta er alls ekki gagnrýni, heldur aðeins fyrstu viðbrögð við leiknum. Útlit hefur verið tekið í gegn og er töluvert stílhreinna en í fyrri leikjum. Nú er bæði hægt að senda út njósnara og búa til þitt eigið njósnanet (e. Global Transfer Network). Þannig geta spilarar hannað sitt…
RIFF – Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík – fagnar tíu ára afmæli sínu m.a. með því að veita þremur leikstjórum verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi. Leikstjórarnir koma frá Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum, eru á svipuðum aldri og eiga það sameiginlegt að hafa skýra listræna sýn. Þetta eru Svíinn Lukas Moodysson, Frakkinn Laurent Cantet og Bandaríkjamaðurinn James Gray. Allir koma þeir til landsins með eina glænýja mynd í farteskinu og tvær eldri. Þeir munu sitja fyrir svörum á sýningum mynda sinna og halda svokallaða „masterclass“ þar sem þeir munu miðla af viskubrunni sínum fyrir gesti. RIFF hefst 26. september og stendur til 6.…
Nokkuð stór nöfn voru á dagskránni í ár og eftir setningu forstjórans Gests G. Gestssonar þá tók borgarstjórinn okkar við með erindi sem mikil leynd hafði hvílt yfir og ekki einu sinni Advania vissi nokkuð um. Jón kom inná hvað tæknin þróast fljótt en fór svo að tala um lífsspeki sína sem byggir að miklu leyti á taóisma. Óhefðbundið fyrir tækniráðstefnu en gaman af. Þrjár lykilræður voru yfir daginn en aðrir fyrirlestrar skiptust í 4 hluta þ.e.a.s fjögur þema; Skýjalausnir og snjalltæki, Reynslusögur og stjórnun, Viðskiptagreind og gagnavinnsla og Stafræn útgáfa og framtíðin. Steve Midgley, yfirmaður Amazon Web Services. Undirritaður…
Hvernig myndu íslenskir leikarar taka sig út í Batman búningnum? Með aðstoð myndvinnsluforritsins GIMP skelltum við nokkrum þekktum íslenskum leikurum í þennan fræga og flotta búning. Hver finnst þér taka sig best út í búningnum? . JÓN GNARR . ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON . PÉTUR JÓHANN SIGFÚSSON . HILMIR SNÆR GUÐNASON . INGVAR E. SIGURÐSSON . JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON . SIGURJÓN KJARTANSSON .
Microsoft hefur staðfest að Xbox One kemur í verslanir í 13 löndum þann 22. nóvember næstkomandi, viku á undan PS4. Löndin 13 sem fá tölvuna á útgáfudegi eru sem áður: Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bretland, Frakkland, Írland, Ítalía, Kanada, Mexíkó, Nýja Sjáland, Spánn og Þýskaland. Xbox One kemur ekki fyrr en eftir áramót til annarra landa, þ.á.m. til Rússlands og Norðurlandanna. Ekki er gert ráð fyrir að PS4 og Xbox One komi í íslenskar verslanir fyrr en árið 2014. Heimild: GamesIndustry / -BÞJ
Ert þú með góða hugmynd? Góð hugmynd er allt sem þarf! Einnar mínútu stuttmyndasamkeppni RIFF er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi. RIFF leitar að frumlegum, listrænum og skemmtilegum stuttmyndum. Myndin verður að vera NÁKVÆMLEGA EIN MÍNÚTA að lengd. Ekki meira. Ekki minna. Það getur verið kúnst að koma hugmyndinni þinni á framfæri innan EINNAR MÍNÚTU tímarammans. Þetta er krefjandi verkefni sem þarf útsjónarsemi og kænsku til að framkvæma. Þetta Einnar mínútu stuttmyndar-fyrirbæri er upprunnið í Hollandi. Á http://www.theoneminutes.org/ getur þú séð fjölmargar Einnar mínútu myndir. TÍU bestu Einnar mínútu myndirnar verða sýndar á RIFF kvikmyndahátíðinni og leikstjórar…
Kvikmyndasafn Íslands kynnti vetrardagskrá sína í vikunni. Um rússneska vetrardagsskrá er að ræða þar sem eingöngu verða sýndar kvikmyndir frá Sovétríkjunum og Rússlandi, þar á meðal Spartakus (1977), Ívan Grimmi (1976) og Solaris (1972). Upphafsmynd ársins er Karamazov-bræðurnir (1. hluti) sem sýnd verður í kvöld, 3. september kl. 20:00. Ókeypis er á sýninguna og öllum boðið meðan húsrúm leyfir. Samhliða vetrardagskránni opnaði Kvikmyndasafn Íslands nýjan og uppfærðan vef, www.kvikmyndasafn.is, þar sem má finna upplýsingar um safnið og komandi sýningar. SÝNINGASKRÁ KVIKMYNDASAFNS ÍSLANDS 2013 – 2014 03. sept. / 07. sept. Karamazov-bræðurnir I Kíríll Lavrov, 10. sept. / 14. sept.…