Fréttir

Birt þann 9. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

GTA V kvöldopnun í Gamestöðinni – Erpur og Mc Gauti skemmta

Gamestodin logoGamestöðin verður með kvöldopnun vegna útgáfu GTA V á PS3 og Xbox 360. Í tilefni af útgáfu leiksins verður breytt andyri Kringlunnar fyrir framan Gamestöðina (við hliðina á Hagkaup á efri hæð) í skemmtistað. Gamestöðin segist ætla að bjóða upp á brjálað hljóðkerfi og munu þeir Erpur og Emmsjé Gauti sjá um að skemmta. Boðið verður upp á veitingar og annað óvænt.

Fjörið byrjar mánudaginn 16. september kl. 20:00 og verður leikurinn afhentur stuttu síðar, eða kl. 22:00.

Fimm ár eru liðin frá því að nýr GTA leikur kom út og hvetur Gamestöðin alla sem ætla að ná sér í eintak að forpanta því flest bendir til þess að þetta verða stærsti leikur allra tíma í sölu. Nokkrir heppnir sem forpanta fá eintak af leiknum endurgreitt!

Um Grand Theft Auto 5

Leikurinn gerist í stórborginni Los Santos, þar sem úir og grúir af sjálfshjálparspámönnum, smástirnum og dvínandi stjörnum. Í borginni, sem áður var blómleg, berjast menn nú við að halda sér á floti á tímum efnahagsþrenginga og raunveruleikasjónvarps.

Í miðjum hræringunum leggja þrír glæpamenn, þeir Franklin, Michael og Trevor, á ráðin um eigin afkomu. Þegar hópurinn sér fram á að tækifærunum til að auðgast fækkar sífellt hætta þeir öllu fyrir röð hættulegra og fífldjarfra rána sem gætu komið þeim í steininn fyrir lífstíð.

Öll helstu aðalsmerki leikjaraðarinnar eru til staðar í GTA V, þar með talin ótrúleg áhersla á smáatriði. Dregin er upp kolsvört og kaldhæðnisleg mynd af samtímamenningunni ásamt því sem alveg ný einkenni líta dagsins ljós.

Óhætt er að segja að sjaldan hefur eftirvæntingin eftir einum tölvuleik verið meiri en akkúrat núna.

– Fréttatilkynning frá Gamestöðinni
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑