Bíó og TV

Birt þann 8. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýjar stiklur úr RoboCop og Gravity

Vélmennalöggann Alex Murphy snýr aftur á hvíta tjaldið í RoboCop endurgerðinni sem er væntanleg í kvikmyndahús snemma árið 2014. Upprunalega myndin er frá árinu 1987 þar sem Peter Weller og Nancy Allen fara með aðalhlutverk ásamt Dan O’Herlihy, Ronny Cox og Kurtwood Smith. Að þessu sinni mun Svíinn Joel Kinnaman taka að sér hlutverk Alex Murphy, en auk Joel leika þau Gary Oldman, Michael Keaton, Abbie Cornish og Samuel L. Jackson í myndinni.

Í Gravity fara þau Sandra Bullock og George Clooney með hlutverk geimfara sem festast í geimnum eftir hræðilegt slys. Alls fara fimm leikarar með hlutverk í myndinni og má gera ráð fyrir einskonar geim-útgáfu af Open Water (2003).

 

RoboCop

 

Gravity

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑