Íslenskt

Birt þann 9. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fyrirlestrar um eðlis- og stjörnufræði í september

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness bendir á tvo áhugaverða fyrirlestra sem eru framundan í september í fréttapósti sem var sendur út í gær:

 

David GrossNóbelsverðlaunahafi segir frá nýjustu rannsóknum í öreindafræði

Þriðjudaginn 10. september 2013 flytur David Gross, prófessor í eðlisfræði við Kavli-stofnunina í Kaliforníuháskóla í Santa Barbara og handhafi Nóbelsverðlauna í eðlisfræði árið 2004, fyrirlestur um nýjustu rannsóknir í öreindafræði og strengjafræði.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku í hátíðasal Háskóla Íslands (2. hæð í aðalbyggingu)

Fyrirlesturinn hefst klukkan 15:30. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn er að finna á Stjörnufræðivefnum: http://www.stjornufraedi.is/tilkynningar/nr/1452

 

Félagsfundur mán. 16. sept.

Fyrsti félagsfundur vetrarins fer fram mánudaginn 16. september kl. 20:00 í Valhúsaskóla. Á fundinum mun franski ljósmyndarinn Stéphane Vetter sýna myndir og myndskeið af norðurljósunum sem hann hefur meðal annars tekið síðustu tvær vikur sem hann hefur dvalið hér á landi. Hann mun einnig veita félagsmönnum góð ráð í myndatökum.

Stéphane Vetter hefur tekið margar glæsilegar myndir af stjörnuhimninum yfir Íslandi. Nægir þar að nefna myndir eins og þessar

http://www.nuitsacrees.fr/albumphoto2/page1.html
http://www.nuitsacrees.fr/albumphoto2/page24.html
http://www.nuitsacrees.fr/albumphoto2/page33.html
http://www.nuitsacrees.fr/albumphoto2/page17.html

Það eru allir velkomnir á félagsfundinn!

– Fréttapóstur Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness / Mynd: Stéphane Vetter
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑