Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Halo: Combat Evolved Anniversary
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Halo: Combat Evolved Anniversary

    Höf. Nörd Norðursins10. september 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Halo er og mun ávallt vera eitt stærsta flaggskipið hjá Xbox vélinni, því var mikið fagnað þegar fyrsti leikurinn var endurgerður og gefinn út í sérstakri afmælisútgáfu. En tímarnir eru aðrir og kröfurnar um góða leiki er kannski aðeins meiri en þegar leikurinn kom fyrst út. Stenst leikurinn væntingarnar eða er þetta bara léleg endurgerð á klassískum leik?

    Sem betur fer þá er ekki á ferðinni léleg HD útgáfa af leiknum og því fær Halo: CE að njóta sín vel í þessari afmælisútgáfu. Auk þess þá styður leikurinn Kinect , samspili (co-op) var bætt við leikinn sem lítið er hægt að kvarta yfir. Uppbygging leiksins er ósnert, þar sem söguþráður leiksins er sá sami. Gervigreind óvina óbreytt  og spilun leiksins alveg eins og í upprunalegu útgáfunni. Það sést alveg að mikið var lagt í að halda leiknum óbreyttum, aðeins gefa honum flottara útlit. Einnig er hægt að skipta yfir í upprunalega útlit leiksins, sem er virkilega skemmtilegur valmöguleiki.

    Því miður þá virkar leikurinn ekki eins vel í dag og þegar hann kom fyrst út. Í raun þá er spilari alltaf að hlaupa um á sama borðinu og það er pínu pirrandi til lengdar. Einnig er óþolandi að þurfa keyra Warthog í leiknum, stýringarnar eru hreint út sagt skelfilegar.

    Halo CE

    Í Halo 2 komu Skulls fyrst fram og í Halo 3 voru Terminals kynnt til sögunnar. Halo: CE fær þessar viðbætur í endurgerðinni, sem er skemmtileg viðbót við leikinni.  Einnig er Firefight með í leiknum sem er ekkert nema  snilld. Hægt er að spila leikinn á Xbox Live, með því að tengja tvær vélar saman við sama skjáinn (split screen) sem eykur endurspilun á leiknum.

    Þessi leikur skildueign fyrir alla þá sem hafa haft gaman af Halo leikjunum. Virkilega gaman að spila í gegnum þennan leik, þrátt fyrir að stundum komi fyrir að of mikil notkun á borðum fari stundum í taugarnar á spilara. Gaman verður að sjá hvort Halo 2 verði endurgerður í HD.

    Halo: Combat Evolved er alls ekki gallalaus en hann stendur svo sannarlega fyrir sínu. Góður söguþráður, þétt spilun og flott endurgerð. Klárlega miklu betri leikur en Halo 4!

    „A hero need not speak. When he is gone, the world will speak for him“
    – Master Chief John-117

    http://youtu.be/eOjED8my8iA

     

    Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í fjölmiðlafræði.

     

    halo Halo: Combat Evolved Anniversary Helgi Freyr Hafthorsson Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSpilarýni: Timeline
    Næsta færsla GameTíví hefst 12. september á Stöð 3
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025

    Echoes of the End í endurbættri útgáfu

    8. nóvember 2025

    GTA 6 seinkað um hálft ár

    6. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025

    Það sem við vitum um Gang of Frogs

    15. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta

    14. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    • Það sem við vitum um Gang of Frogs
    • Icelandic Game Fest haldið í fyrsta
    • Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“
    • George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.