Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn, Steinar Logi og Bjarki Þór fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikjanna í nýjasta þætti Leikjvarpsins. Áhersla er lögð á PlayStation Showcase 2021 í þættinum en auk þess gagnrýnir Bjarki Twelve Minutes, fjallað er um Xbox Game Pass tónleikana með Daða Frey og nýjustu fréttirnar. Efni þáttar: Í spilunEpic Games vs AppleTwelve MinutesHorizon Forbidden West útgáfurDaði Freyr með Xbox Game Pass tónleikaHeims­meist­ara­mótið í League of Le­g­ends haldið á ÍslandiPlayStation Showcase 2021 Mynd: PlayStation Showcase 2021

Lesa meira

Árið 2005 var Psychonauts gefinn út og náði leikurinn fljótt ákveðinni költstöðu innan leikjaheimsins. Síðan þá eru heil sextán ár liðin. Nokkur eftirvænting hefur ríkt meðal spilara fyrri leiksins eftir framhaldinu sem leit dagsins ljós í seinasta mánuði Tölvuleikjafyrirtækið Double Fine stendur á bakvið gerð leiksins en þeir hafa einnig gert leiki á borð við Broken Age, endurgert fjölda LucasArts leikja og gerðu einnig fyrri Psychonauts leikinn. Sveinn hjá Nörd Norðursins fjallaði um Psychonauts 2 í Leikjavarpinu, hlaðvarpi Nörd Norðursins og segir hann að óhætt sé að mæla með leiknum en hann hefur heilt á litið verið að hljóta góða…

Lesa meira

Bjarki Þór, Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Daníel Páll ræða um allt það helsta úr heimi tölvuleikja í þessum tuttagasta og sjöunda þætti Leikjavarpsins, sem er sérstaklega tileinkaður Gamescom 2021! Auk Gamescom er fjallað um heimsókn Nörd Norðursins til Arena, þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, Ghost of Tsushima Director’s Cut, Baldo, gamla góða Quake og fleira. Efni þáttar: Leikir í spilunXbox kynningin á GamescomArena sneak peakGamescom (Saints Row, Halo Infinite, CoD Vanguard o.fl.)Psychonauts 2Baldo: The Guardian OwlsGhost of Tsushima Director’s CutTwelve MinutesQuake uppfærður

Lesa meira

Okkar kæri Sveinn Aðalsteinn kláraði á dögunum Demon’s Souls á PlayStation 5. Leikurinn var einn af fyrstu útgáfuleikjum PlayStation 5 leikjatölvunnar í nóvember í fyrra og er óhætt að segja að um stórkostlega endurgerð sé að ræða. Steinar Logi gagnrýndi leikinn á síðu Nörd Norðursins fljótlega eftir útgáfu og gaf leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum – hægt er að lesa gagnrýnina í heild sinni hér. Það má segja að það sé ekki fyrir hvern sem er að klára Demon’s Souls sem krefst mikillar þolinmæði að spila. Leikurinn er óhræddur við að refsa spilaranum ef hann gerir mistök svo nauðsynlegt…

Lesa meira

Ratchet & Clank Rift Apart er fyrsti Ratchet & Clank leikurinn á PlayStation 5 og sá fimmti í seríunni. Leikjaserían hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn kom út árið 2002 á PlayStation 2. Í byrjun leiks stelur hinn illi Dr. Nefarious Dimensionator-tækinu sem opnar gátt milli vídda í þeim tilgangi að finna þá vídd þar sem hann sigrar allt og alla. Í slysni opnast víddir á fleiri stöðum og ferðast Clank í eina þeirra og hittir þar Rivet, sem er Lombax líkt og Ratchet, aðalsöguhetja seríunnar. Markmiðið í leiknum er að sameina Ratchet og Clank og…

Lesa meira

Tölvuleikjasérfræðingarnir Steinar, Daníel, Sveinn og Bjarki ræða um allt það helsta úr heimi tölvuleikja í þessum 26. þætti Leikjavarpsins. Efni þáttar: Hvað er verið að spila?Ratchet & Clank: Rift Apart gagnrýniThe Witcher: Monster Slayer símaleikurinnValve kynnir Steam DeckNintendo kynnir Switch OLEDSveinn kláraði Demon’s Souls á PS5!The Legend Of Zelda: Skyward Sword HD umfjöllunActivision Blizzard sakað um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitniHvað er spennandi framundan árið 2021? Mynd: Ratchet & Clank: Rift Apart

Lesa meira

Daníel, Sveinn og Bjarki fara yfir allt það helsta frá E3 tölvuleikjaráðstefnunni sem haldin var á netinu fyrr í júnímánuði. Efni þáttar: Resident Evil VillageReturnalRatchet & Clank: Rift ApartSony skrópar á E3, aftur!Ubisoft E3 kynninginSamstarf Myrkur Games og Prime Matter (Koch Media Group)Nintendo E3 kynninginMicrosoft og Bethesda með sameiginlega kynningu

Lesa meira

Þríeykið, Sveinn, Daníel og Bjarki, halda upp á 10 ára afmæli Nörd Norðursins og spjalla um leikjaárið 2011 og hvernig tölvuleikir og leikjamenningin hefur þróast síðan þá. Efni þáttar: Sony fréttir (Last of Us og Days Gone 2)Little Nightmares IIOutridersNörd Norðursins 10 ára! Leikjaárið 2011BugsnaxMaquetteOddworld Mynd: Bugsnax og Little Nightmares II

Lesa meira

Nörd Norðursins mun taka yfir Twitch-streymi GameTíví í kvöld kl. 20:00. Sveinn hefur leik fyrir hönd Nörd Norðursins í yfirtökunni og spilar retró-framtíðar-pixla-indí-leikinn Narita Boy. Eftir það taka hjónin Bjarki og Erla við og spila samvinnuleikinn It Takes Two sem þau byrjuðu að spila í afmælisstreyminu síðastliðna helgi. Fylgist með á Twitch: www.twitch.tv/gametiviis Narita Boy It Takes Two

Lesa meira

Í apríl verður Nörd Norðursins 10 ára! Frá árinu 2011 hefur Nörd Norðursins fjallað um tölvuleiki og nördakúltúrinn, heimsótt ráðstefnur, birt viðtöl, gagnrýnt tölvuleiki, gert verðkannanir og margt fleira. Við erum einnig með hlaðvarpsþátt sem heitir Leikjavarpið þar sem við förum yfir það helsta úr heimi tölvuleikja. Við munum gefa glæsilegar gjafir (giveaways) til áhorfenda okkar og Twitch fylgjenda laugardaginn 3. apríl. Fylgstu með á www.twitch.tv/nordnordursins. Af tilefni 10 ára afmælisins verðum við hjá Nörd Norðursins með sérstakt afmælisstreymi laugardaginn 3. apríl á Twitch. Þar mun Erla spila Animal Crossing, Daníel Rósinkrans spila Evil Genuis 2: World Domination, Sveinn Aðalsteinn…

Lesa meira