Fréttir

Birt þann 28. september, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjaklúbburinn: Spilaðu Day of the Tentacle með okkur!

Leikjaklúbburinn er nýr dagskrárliður sem kynntur var til sögunnar í 29. þætti Leikjavarpsins. Í Leikjaklúbbnum verða valdir tölvuleikir teknir fyrir og spilaðir og eru hlustendur Leikjavarpsins og lesendur Nörd Norðursins hvattir til að spila með. Fyrsti leikurinn á lista er Day of the Tentacle Remastered og verður hægt að taka þátt í umræðum sem tengjast leiknum á Instagrammi Nörd Norðursins.

Ert þú með hugmynd að leik sem við ættum að spila næst í Leikjaklúbbnum? Hver er þín skoðun á Day of the Tentacle? Ætlaru að spila með? Sendu okkur skilaboð á Instagram og segðu þína skoðun!

Síðar verður fjallað um Day of the Tentacle Remastered í Leikjaklúbbnum í Leikjavarpinu þar sem nördahópurinn mun ræða um leikinn og skoða innsend skilaboð frá hlustendum og lesendum á gramminu.

Ert þú með hugmynd að leik sem við ættum að spila næst í Leikjaklúbbnum? Hver er þín skoðun á Day of the Tentacle? Ætlaru að spila með? Sendu okkur skilaboð á Instagram og segðu þína skoðun!

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑