Tölvuleikir

Birt þann 15. ágúst, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Ekki fyrir hvern sem er að klára Demon’s Souls

Okkar kæri Sveinn Aðalsteinn kláraði á dögunum Demon’s Souls á PlayStation 5. Leikurinn var einn af fyrstu útgáfuleikjum PlayStation 5 leikjatölvunnar í nóvember í fyrra og er óhætt að segja að um stórkostlega endurgerð sé að ræða. Steinar Logi gagnrýndi leikinn á síðu Nörd Norðursins fljótlega eftir útgáfu og gaf leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum – hægt er að lesa gagnrýnina í heild sinni hér.

Það má segja að það sé ekki fyrir hvern sem er að klára Demon’s Souls sem krefst mikillar þolinmæði að spila. Leikurinn er óhræddur við að refsa spilaranum ef hann gerir mistök svo nauðsynlegt er að endurtaka leikjakafla aftur og aftur þar til að þeir heppnast.

Leikurinn er óhræddur við að refsa spilaranum ef hann gerir mistök svo nauðsynlegt er að endurtaka leikjakafla aftur og aftur þar til að þeir heppnast.

Demon’s Souls á PlayStation 5 er endurgerð á samnefndum leik sem kom upphaflega út árið 2009 fyrir PlayStation 3. Útlitið á endurgerðinni er stórkostlegt og tæknileg útfærsla leiksins virkilega vönduð. Það er leikjafyrirtækið Bluepoint Games sem sá um endurgerð leiksins en þeir hafa einnig Shadow of the Colossus endurgerðina sem þykir einnig mjög vel heppnuð og Metal Gear Solid HD Collection svo eitthvað sé nefnt.

Í Leikjavarpinu þætti 26 ræddu þeir Sveinn og Steinar um PS5 útgáfuna af Demon’s Souls, hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni og horfa á Svein spila leikinn í myndbandinu hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑