Leikjavarpið

Birt þann 27. september, 2021 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjavarpið #29 – Deathloop, Nintendo Direct og NBA2K22

Tölvuleikjanördarnir Sveinn Aðalsteinn, Steinar Logi, Bjarki Þór og Daníel Páll fara yfir allt það helsta úr heimi tölvuleikja í nýjasta þætti Leikjavarpsins, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins.

Í þættinum rýnir Sveinn í fyrstu persónu skotleikinn Deathloop sem kom í verslanir fyrr í þessum mánuði. Leikurinn hefur hlotið lof gagnrýnenda og gefa leikjasíðurnar IGN og Gamespot leiknum 10 af 10 mögulegum í einkunn.

Nýjasta Nintendo Direct kynningin er krufin til mergjar þar sem Nintendo kynnti nýtt efni úr væntanlegri Mario kvikmynd, sýndi úr Bayonetta 3 og margt fleira. Steinar fræðir hlustendur um körfuboltaleikinn NBA2K22 þar sem spilarar þurfa ekki eingöngu að hugsa um troðslur og varnarleikinn heldur þurfa einnig að huga að tískumálum, pósum og töffarastigum.

Danni, Bjarki, Sveinn og Dirk Nowitzki (Steinar)

Nýr dagskrárliður er kynntur til sögunnar sem kallast Leikjaklúbburinn. Þar eru hlustendur hvattir til að spila valda smelli með strákunum í Leikjavarpinu, fyrsti leikur Leikjaklúbbsins er Day of the Tentacle Remastered frá árinu 2016. Hlustendur geta svo fylgst með gang mála, tekið þátt í umræðum og komið með hugmyndir að leik til að spila í Leikjaklúbbnum á Instagrammi Nörd Norðursins.

Þetta er aðeins brot af því sem fjallað er um í þættinum en einnig eru teknar fyrir ferskar tölvuleikjafréttir, rýnt í Diablo II: Resurrected og Death Stranding Director’s Cut á PlayStation 5. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Efnisyfirlitt

  • Í spilun
  • Framhald á Fortnite vs Apple
  • Destroy All Human’s 2 endurgerð á leiðinni
  • Outcast 2 að koma út
  • Deathloop
  • Death Stranding DC
  • NBA2K22
  • Nintendo Direct
  • Diablo 2 endurgerðin
  • Leikjaklúbburinn
Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑