Bjarki Þór Jónsson skrifar: Ógæfa er ný teiknimyndasaga sem Hugleikur Dagsson skrifaði og Rán Flygenring teiknaði. Sagan gerist að mestu leyti á helgardjamminu niðrí miðbæ Reykjavíkur þar sem zombíar birtast skyndilega með sitt vesen (éta fólk, bíta, gubba blóði og þetta hefðbundna), en með skemmtilegu tvisti. Enginn annar en Páll Óskar fer með stórt hlutverk í þessari sögu sem er full af blóði, húmor, og meira blóði. Sjálfur er ég mikill aðdáandi verka Hugleiks og hrifinn af flestum teiknimyndasögum hans, en lítið kynnst verkum Ránar Flygenring. Ógæfa er sjálfstæð saga og annar hluti af Endir-seríunni, en fyrsta bókin í seríunni…
Author: Nörd Norðursins
Védís Ragnheiðardóttir skrifar: Múrinn er fyrsta bókin í sagnabálknum Freyju sögu eftir Sif Sigmarsdóttur sem áður hefur sent frá sér tvær unglingabækur; Ég er ekki dramadrottning og Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu. Auk þess er Sif þekkt fyrir pistlaskrif sín. Bókin kemur út undir merkjum Máls og menningar og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur, er ofarlega á metsölulistum, hefur fengið góða dóma og verið tilnefnd bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna í flokki barna- og unglingabóka. „Borgin Dónol er í heljargreipum einvaldsins Zheng og lífvarðasveita hans. Freyja elst þar upp hjá ömmu sinni og veit ekki betur en…
Rick and Morty eru nýir bandarískir teiknimyndaþættir sem hófu göngu sína 2. desember síðastliðinn á kvöldrás Cartoon Networks, Adult Swim. Þættirnir fjalla um eldri vísindamann að nafni Rick (sem minnir svolítið á blekaða útgáfu af Dr. Emmett Brown úr Back to the Future) sem er fyllibytta og er stöðugt að draga barnabarnið sitt, Morty, í skemmtilega súrealísk ævintýri. Þættirnir eru gerðir af þeim Dan Harmon og Justin Roiland. Þættirnir byrja vel og lofa góðu. Hægt er að horfa á fyrstu þrjá þættina af Rick and Morty hér fyrir neðan. Tekið skal fram að þættirnir eru ekki við hæfi barna. Góða skemmtun!…
Hó hó hó! Við hjá Nörd Norðursins erum komin í jólaskap og ætlum að gefa nokkrum heppnum lesendum skemmtilega jólapakka í desember – LEGO Marvel Super Heroes á PS3 (sjá Elko.is), The Dark Knight þríleikinn á Blu-ray (sjá Elko.is), bíókort í Bíó Paradís (sjá BioParadis.is) og mögulega eitthvað fleira. Fylgist með okkur á Facebook til að taka þátt!
Það er alltaf jafn gaman að líta til fortíðar og oftar en ekki segja auglýsingar margt um tíðarandann. Kannski ágætt líka að skoða gamlar auglýsingar þar sem við fáum ekkert annað yfir okkur þessa jóladaga en nýjar auglýsingar. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar auglýsingar fyrir tölvur eða leikjatölvur sem þóttu svo svakalega góðar á sínum tíma að það var ekki hægt að lýsa því með nógu sterkum lýsingarorðum. (heimild: timarit.is) Sega Saturn í Vísi 1996 Joy Stick Man einhver eftir versluninni Joy Stick? Þessi auglýsing birtist 1999. Power Macintosh Vá hvað framtíðin reyndist vera miklu betri…
Jólaklassík Til að ýta undir jólaandann hefur Bíó Paradís tekið til sýninga fimm klassískar jólamyndir sem henta öllum í fjölskyldunni. Fyrir allra yngstu börnin – og auðvitað foreldrana líka – sýnir Bíó Paradís All dogs go to Heaven frá árinu 1989. Fyrir þau börn sem eru orðin aðeins eldri verð sýndar myndirnar Willi Wonka & the Chocolade Factory frá 1971, Chitty Chitty Bang Bang frá 1968 og Willow frá 1988. Auðvitað þarf ekki að taka fram að allar þessar myndir eiga mikilvægan stað í hjörtum mömmu og pabba. Til að fullkomna jólaklassíkina sýnir Bíó Paradís einnig sprenghlægilegu fjölskyldumynd um Griswald…
Skúli Þór Árnason skrifar: Eftir að hafa lesið Kallið eftir Elí Freysson var ég ekki beint í skapi fyrir fleiri norrænar goðafræðisögur. Samt ákvað ég að taka á mig að lesa Mists of Llorn eftir Rúnar Thor því hún var nokkuð stutt. Ég var svo hissa þegar ég byrjaði að lesa að það var fáránlegt. Rúnar Thor hefur nú sýnt mér að ekki er allur voðinn vís þegar maður dettur í lestur á íslenskri fantasíu. Sagan fylgir Yko, Myrsade og Niall þar sem þau ferðast að virki jarlsins Flynn. Í þessari stuttu sögu nær Rúnar að takast á við flóknar…
„Ef þig langar til að búa til tölvuleik, ert með góða hugmynd að leik eða langar til að læra örlítið meira um hvernig tölvuleikir eru gerðir þá er Game Creator fyrir þig.” [Game Creator á Facebook] Samtök leikjaframleiðenda (IGI) í samvinnu við Háskólann í Reykjavík efna til samkeppni í tölvuleikjagerð. Keppnin ber heitið Game Creator og var síðast haldin árið 2011, en þá sigraði leikurinn Relocator (betur þekktur sem Aaru’s Awakening). Keppnin hefst laugardaginn 18. janúar og er opin öllum nema starfsmönnum fyrirtækja innan IGI. Skiladagur á fullbúnum leik er sunnudagurinn 16. febrúar. Í millitíðinni verður boðið upp á fjórar…
Bitcoin er rafrænn gjalmiðill án hafta sem auðveldar netverjum viðskipti sín á milli í opnara umhverfi. Bitcoin fer í kringum núverandi bankakerfi og getur verið auðveldara og ódýrara að borga sumar vörur með Bitcoins í stað hefðbundinna gjaldmiðla. Á sama tíma er ekkert eftirlit með gjaldmiðlinum og það auðveldar því ólögleg viðskipti. Síðastliðinn nóvember greindum við frá því að Bitcoin væri orðinn að sterkari gjaldmiðli en íslenska krónan og virðist gjaldmiðillinn vera á stöðugri uppleið. En hver er saga gjaldmiðilsins? Á myndinni hér fyrir neðan er farið yfir sögu Bitcoin, en hana má rekja aftur til efnahagshrunsins sem skall á…
Védís Ragnheiðardóttir skrifar: Aldur 8+ | Leikmenn 2-6 | Spilatími 30 mínútur+ „Grillar þú síðasta geirfuglinn? Hélstu með Trampe greifa á Þjóðfundinum? Mótmælirðu litasjónvarpinu eða sendir þú mótspilarann í gapastokk fyrir leti? Keppendur þurfa að beita slægð og tefla djarft til að komast fyrstir í mark.“ Íslandssöguspilið er glænýtt íslenskt spil sem félagarnir Stefán Pálsson og Ragnar Kristinsson settu saman og nýttu sér við smíðina sagnfræðiáhuga sinn.Lára Garðarsdóttir myndskreytti spilið. Gangur spilsins Spilið er ekki spurningaspil eins og margir kynnu að halda, enda Stefán Pálsson þekktur spurningasmiður sem semur m.a. spurningar fyrir Útsvar, heldur tengingaspil sem byggir á atburðum…