Bíó og TV

Birt þann 18. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Jólaklassík og jólahryllingur í Bíó Paradís

Jólaklassík

Christmas VacationTil að ýta undir jólaandann hefur Bíó Paradís tekið til sýninga fimm klassískar jólamyndir sem henta öllum í fjölskyldunni. Fyrir allra yngstu börnin – og auðvitað foreldrana líka – sýnir Bíó Paradís All dogs go to Heaven frá árinu 1989. Fyrir þau börn sem eru orðin aðeins eldri verð sýndar myndirnar Willi Wonka & the Chocolade Factory frá 1971, Chitty Chitty Bang Bang frá 1968 og Willow frá 1988. Auðvitað þarf ekki að taka fram að allar þessar myndir eiga mikilvægan stað í hjörtum mömmu og pabba. Til að fullkomna jólaklassíkina sýnir Bíó Paradís einnig sprenghlægilegu fjölskyldumynd um Griswald fjöldskylduna – National Lampoon´s Christmas Vacation frá árinu 1989.

Allar þessar myndir verða sýndar í þrjúbíó næstu þrjár helgar nema Christmas Vacation sem verður sýnd daglega kl. 20:00 a.m.k. til 26. desember.

 

Jólahryllingur

SintÞrjá fimmtudaga í röð ætlar Bíó Paradís að sýna jólahryllingsmyndir kl 22:00, klassískar og hræðilegar hrollvekjur.

SAINT (Sint)
Hrollvekja, 2010. Sýnd 19. desember kl 22:00
Stórkostleg hrollvekja sem fjallar um St. Nicholas, sem er morðingi og rænir og drepur börn á fullu tungli 5. desember.

Black Christmas
Hrollvekja, Spennumynd, Ráðgáta 1974. Sýnd 26. desember kl 22:00
Heimavist er ofsótt af ókunnugum manni, sem hringir ógnvægileg símtöl í stúlkur sem þar búa. Hann lætur til skara skríða í jólafríinu og gengur morðóður laus, en nær að drepa nokkrar þeirra.

Silent Night, Deadly Night
Hrollvekja, Spennumynd, 1984. Sýnd 2. janúar kl 22:00
Eftir að foreldrar hans eru drepnir verður Billy sturlaður eftir slæma meðferð á munaðarleysingjahæli. Hann fer síðar á stjá íklæddur jólasveinabúning – en það rennur á hann morðæði sem endar með hrollvekjandi afleiðingum.

Hér er hægt að lesa nánar um jólahrylling í Bíó Paradís.

 

Gremlinsjólasýning Svartra Sunnudaga

GremlinsGamanmynd, Hrollvekja, Ævintýramynd, 1984
Sýnd sunnudaginn 29. desember kl 20:00.

Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. Ekki láta þau blotna. 3. Og aldrei, aldrei gefa þeim að borða eftir miðnætti.

Hér er viðburðurinn á Facebook.

-Fréttatilkynningar frá Bíó Paradís
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑