Bíó og TV

Birt þann 27. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hetja á risaeðlu og kung fu Hitler í svakalegri stiklu úr Kung Fury!

Stiklan úr Kung Fury tekur fram úr Iron Sky í súrleika. Hún inniheldur allt það sem aðrar kvikmyndir skortir; 80’s kung fu hasarhetju, risaeðlu, víkinga, vonda nasista, tímaflakk, tölvutæknibrellur úr framtíðinni, þrumuguðinn Þór, vélmenni, tölvusnilling sem er vopnaður mölletti og Nintendo Power Glove, kung fu útgáfu af Hitler (eða Kung Führer eins og hann er kallaður í myndinni), og er allt þetta matreitt á einstaklega skemmtilegan og frumlegan hátt.

Kung Fury er ekki komin í almenna framleiðslu, en framleiðendur myndarinnar óska nú eftir $200.000 á fjáröflunarsíðunni Kickstarter svo hægt sé að búa til hálftíma útgáfu af Kung Fury sem yrði aðgengileg ókeypis á netinu. Ef þeir ná $1.000.000 verður kvikmyndin framleidd í fullri lengd.

Bætt við 29. desember 2013 kl. 17:10
$200.000 takmarkinu er náð! Þegar þessi uppfærsla er skrifuð hefur verkefnið fengið $314.000 og raunhæfur möguleiki á að það nái upp í $1.000.000 á komandi vikum.

 

Stiklan úr Kung Fury

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑