Bíó og TV

Birt þann 22. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Rick and Morty – Nýir teiknimyndaþættir með blekuðum vísindamanni

Rick and Morty eru nýir bandarískir teiknimyndaþættir sem hófu göngu sína 2. desember síðastliðinn á kvöldrás Cartoon Networks, Adult Swim. Þættirnir fjalla um eldri vísindamann að nafni Rick (sem minnir svolítið á blekaða útgáfu af Dr. Emmett Brown úr Back to the Future) sem er fyllibytta og er stöðugt að draga barnabarnið sitt, Morty, í skemmtilega súrealísk ævintýri. Þættirnir eru gerðir af þeim Dan Harmon og Justin Roiland.

Þættirnir byrja vel og lofa góðu. Hægt er að horfa á fyrstu þrjá þættina af Rick and Morty hér fyrir neðan.
Tekið skal fram að þættirnir eru ekki við hæfi barna. Góða skemmtun!

 

Rick and Morty: Pilot (1. þáttur)

 

Rick and Morty: Lawnmower Dog (2. þáttur)

 

Rick and Morty: Anatomy Park (3. þáttur)

 -BÞJ
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑