Bækur og blöð

Birt þann 17. desember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

Smásögurýni: Mists of Llorn eftir Rúnar Þór

Smásögurýni: Mists of Llorn eftir Rúnar Þór Nörd Norðursins

Samantekt: Vonandi heldur Rúnar Thor áfram á þessari braut því ég get vel séð fyrir mér að þetta verði metsöluefni einn daginn!

5

Frábær!


Einkunn lesenda: 5 (1 atkvæði)

Skúli Þór Árnason skrifar:

Eftir að hafa lesið Kallið eftir Elí Freysson var ég ekki beint í skapi fyrir fleiri norrænar goðafræðisögur. Samt ákvað ég að taka á mig að lesa Mists of Llorn eftir Rúnar Thor því hún var nokkuð stutt. Ég var svo hissa þegar ég byrjaði að lesa að það var fáránlegt. Rúnar Thor hefur nú sýnt mér að ekki er allur voðinn vís þegar maður dettur í lestur á íslenskri fantasíu.

Sagan fylgir Yko, Myrsade og Niall þar sem þau ferðast að virki jarlsins Flynn. Í þessari stuttu sögu nær Rúnar að takast á við flóknar pælingar á borð við rasisma, trúarbrögð og svik án þess að þau séu að einhverju leiti óviðeigandi. Persónur eru flóknar og vel skapaðar en létt er að líka vel við Myrsade og Yko en einnig létt að þola ekki Niall rétt eins og höfundur hefur eflaust viljað.

Mists of LlornRúnar skapar heim sem er byggður á norænni goðafræði eins og vel flestar íslenskar fantasíur. Hann gerir það hinsvegar án þess að stappa of mikið af tilvitnunum í sjálfa goðafræðina og stappar ekki of mikið af ófreskjum og íllum vættum í söguna. Þetta er mjög jákvætt því að þá er einfalt að fylgja söguþræðinum án þess að velta sér uppúr of miklum upplýsingum.

Endir sögunnar er nokkuð spennandi og fær mig til að hlakka til næstu sögu. Vonandi heldur Rúnar Thor áfram á þessari braut því ég get vel séð fyrir mér að þetta verði metsöluefni einn daginn!

Hægt að nálgast söguna ókeypis hér.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑