Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Ráðstefna UTmessunnar var sett í morgun og var það Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Ský, sem fór með setningarræðuna. Í kjölfar hennar steig Lars Mikkelgaard-Jensen frá IBM í Danmörku upp á svið og fór yfir tækniþróun undanfarinna ára og spáði í framtíðina. Hröð tækniþróun Lars Mikkelgaard-Jensen tók skemmtilegt dæmi af dóttur sinni sem er fædd árið 1993, en þá voru tímarnir aðrir; internetið var að stíga sín fyrstu skref, snjallsímar voru ekki til og GPS tækni eingöngu tengd við hernað. Í dag, aðeins 21 ári síðar, getur dóttir hans pantað flugmiða af netinu og sótt app sem sýnir staðsetningu flugvélarinnar. Þegar hún…

Lesa meira

Kristján Már Gunnarsson skrifar: Sumar myndasögur fá lesandann til að spyrja spurninga. Hversu langt eiga ofurhetjur að ganga til að bjarga samfélagi sínu? Hvers vegna myndi nokkur maður klæða sig upp sem leðurblaka og berjast gegn glæpum? Hvernig fæst maður við missi undir hræðilegum kringumstæðum? En sumar myndasögur vekja með manni spurningar um geðheilsu höfundar. Lesandinn spyr sig: Hvernig getur maðurinn flúið frá geðlæknum og skrifað handrit á sama tíma? Transmetropolitan er þannig myndasaga. Transmetropolitan er runnin undan rifjum Warren Ellis og teiknað af Darick Robertson og kom út á bilinu 1997 til 2002. Warren Ellis skrifaði líka The Authority…

Lesa meira

Fyrir þónokkru fór ég á hryllingsmyndahátíðina Chiller Theatre í Parsippany, New Jersey og tók viðtal við James Rolfe sem er reiða leikjanördið (The Angry Video Game Nerd). Hann var með ýmsan varning til sölu og ég keypti tvær seríur af reiða leikjanördinu og stuttmyndina The Deader the Better. Í þessari umfjöllun og gagnrýni tek ég fyrir AVGN Vol. 2 sem inniheldur efni frá árinu 2007, en hann hefur gert yfir 100 þætti og það eru til 7 DVD sett með þáttunum hans. Í þessu þriggja diska setti er að finna 19 þætti á fyrstu tveim diskunum og á þriðja er…

Lesa meira

Keppnin Ofurnördinn er árleg viðureign Tvíundar, nemendafélags tölvunarfræðideildar HR, og Nörds, nemendafélags tölvunarfræðideildar HÍ. Keppnin hefst á morgun, miðvikudag og stendur fram á föstudagskvöld en þá er lokakvöldið haldið í Valsheimilinu. Keppt er í ansi óhefðbundnum greinum í Ofurnördinum en dæmi um keppnisgreinar eru borðtennis, tölvuleikir, bjórþamb, Guitar Hero-frammistöðu og IKEA-samsetningu. Á föstudagskvöld eru aðalverðlaun keppninnar, stórglæsilegur bikar, afhent við hátíðlega athöfn.  Þess má geta að tölvuleikjakeppnin er haldin í HR á fimmtudagskvöld. Hægt verður að sjá frammistöðu keppenda með tengli á Facebook-síðu Tvíundar. Félögin skila einnig inn myndböndum sem sýnd eru á lokakvöldinu. Mynd: Merki Tvíundar (t.v) og Nörds…

Lesa meira

UTmessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin í fjórða sinn dagana 7. og 8. febrúar í Hörpu. Tilgangur UTmessunnar  er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta mörg helstu og stærstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins, sem og erlendir gestir,  og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst. Hvernig vakta skal heilt þjóðfélag, ábyrgð Íslendinga á netinu, persónuleg notkun samfélagsmiðla eins og Facebook í vinnunni, Bitcoin og þrívíddarprentarar koma við sögu, ásamt fjölda áhugaverðra…

Lesa meira

Laugardaginn 1. febrúar verður hin árlega Japanshátíð haldin í tíunda sinn á Háskólatorgi Háskóla Íslands milli klukkan 13:00 og 17:00. Á hátíðinni verður meðal annars hægt að bragða á Sushi, kynnast japönskum þjóðsögum og bardagalistum, skoða manga teikningar, origami, japönsk leikföng og safngripi. Einnig verður boðið upp á japanska tónlist og dansa. Rúsínan í pylsuendanum er svo cosplay búningakeppnin sem verður haldin kl. 15:40 á aðalsviði hátíðarinnar. Ítarlegri upplýsingar um Japanshátíð 2014 er að finna á Facebook-síðu hátíðarinnar. Þess ber að geta að notast verður við #japanfestival2014 merkið á samfélagsmiðlum. Ókeypis inn og allir velkomnir! -BÞJ

Lesa meira

Bardagar eru daglegt brauð í fjölspilunarleiknum Eve Online en kunnugir segja að ástandið síðustu daga sé einstakt hvað varðar fjölda þeirra sem taka þátt og kostnað (sem er metinn á yfir 100 þúsund dollara). Fyrir áhugasama bendum við á þennan og þennan þráð á Reddit og ítarlegum upplýsingum hér á EVE Community. -SLS

Lesa meira

Við sögðum frá því um helgina að Gamestöðin verður með sérstaka PS4 kvöldopnun þriðjudaginn 28 janúar. Í nýjasta Elko blaðinu (27. janúar – 2. febrúar) kemur fram að Elko ætlar einnig að vera með PS4 kvöldopnun í Elko Lindum sama kvöld, kl. 21:00. Hægt er að trygga sér eintak í verslunum Elko eða með því að forpanta á Elko.is fyrir kl. 19:00 þann dag. Elko selur tölvuna á 79.995 kr, sem er í takt við almennt verð á PS4 í dag. -BÞJ

Lesa meira

Nú styttist í að PlayStation 4 fari í almenna sölu hér á landi. Að því tilefni fékk ég Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóra Skífunnar og Gamestöðvarinnar, í stutt spjall. Gamestöðin er eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig sölu tölvuleikja og leikjatölva hér á landi. Fyrir stuttu opnaði ný verslun í Smáralind þar sem viðskiptavinir geta fengið sér sæti, slappað af og spilað tölvuleiki í sérstöku leikjaherbergi sem hefur hlotið góðar móttökur að sögn Ágústs. Í Bandaríkjunum og Evrópu er nokkuð hörð samkeppni milli Xbox One og PlayStation 4 leikjatölvanna frá Microsoft og Sony. Þó svo að Xbox One sé dýrari kosturinn…

Lesa meira

Eins og við sögðum frá í fyrra kemur nýjasta PlayStation leikjatölvan, PlayStation 4, til landsins miðvikudaginn 29. janúar næstkomandi. Reyndar voru nokkrir heppnir sem nældu sér í PS4 tölvur í desember, en tölvan fer aftur á móti í almenna sölu hér á landi 29. janúar. Í desember voru PlayStation 4 tölvurnar seldar á verðbilinu 85.000 til 90.000 kr. (sem er skuggalega nálægt okkar verðspá!). Þær gleðifréttir voru að berast að vegna hagstæðs gengis íslensku krónunnar hefur verið ákveðið að lækka verðið. Almennt verð á PS4 er nú komið niður í 79.999 kr. og verður hægt að kaupa tölvuna í Elko,…

Lesa meira