Íslenskt

Birt þann 31. janúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Japanshátíð og cosplay 1. febrúar

Laugardaginn 1. febrúar verður hin árlega Japanshátíð haldin í tíunda sinn á Háskólatorgi Háskóla Íslands milli klukkan 13:00 og 17:00. Á hátíðinni verður meðal annars hægt að bragða á Sushi, kynnast japönskum þjóðsögum og bardagalistum, skoða manga teikningar, origami, japönsk leikföng og safngripi. Einnig verður boðið upp á japanska tónlist og dansa. Rúsínan í pylsuendanum er svo cosplay búningakeppnin sem verður haldin kl. 15:40 á aðalsviði hátíðarinnar.

Ítarlegri upplýsingar um Japanshátíð 2014 er að finna á Facebook-síðu hátíðarinnar. Þess ber að geta að notast verður við #japanfestival2014 merkið á samfélagsmiðlum.

Ókeypis inn og allir velkomnir!

-BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑