Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Andrew House, forstjóri Sony, fór yfir framtíðarsýn Sony á Project Morpheus VR (sýndarveruleikagleraugunum) og möguleikum græjunnar á kynningunni fyrir E3 tölvuleikjasýninguna. Nokkur fyrirtæki eru um þessar mundir að undirbúa útgáfu VR og er Sony þar á meðal. Stefnt er að því að Morpheus komi á markað snemma á næsta ári, eða á svipuðum tíma og Oculus Rift. Andrew undirstrikaði að græjan yrði ávallt valkostur fyrir PS4 spilara og þeir myndu ekki gera kröfu um að allir PS4 spilarar myndu þurfa að kaupa græjuna, þó hún eigi vissulega eftir að gera upplifunina mun öflugri að sögn Andrews. Morpheus á að vera…

Lesa meira

Sony byrjaði kynninguna sína fyrir E3 tölvuleikjasýninguna á því að kynna tölvuleik sem hefur lengi legið í dvala; The Last Guardian. Upphaflega var byrjað að vinna að gerð leiksins árið 2007 og leikurinn formlega kynntur á E3 árið 2009 og var stefnan sett á að gefa leikinn út árið 2011 á PlayStation 3 leikjatölvuna. Ýmsar ástæður hafa tafið þetta ferli og margir töldu að leikurinn yrði að engu – en þessar fréttir sýna annað. Það er snillingurinn Fumito Ueda sem hefur umsjón yfir leiknum en hann er hvað þekktastur fyrir Ico og Shadow of the Colossus. The Last Guardian er…

Lesa meira

Mass Effect: Andromeda Byrjunin var þó hrein unun, þar sem sýnt var stikla úr Mass Effect Andromeda sem er væntanlegur um jólin 2016. Þó sést ekkert sérstaklega mikið en það er nóg til að gera mann spenntan fyrir leiknum og gaman verður að fylgjast með hvort fleiri stiklur komi á næstu dögum. https://youtu.be/uG8V9dRqSsw Need for Speed Need for Speed var næsti leikur sem var kynntur en það má eiginlega segja að þessi sería er búin að vera í smá lægð og fallið í skuggann á öðrum bílaleikjum. Talað var um að pælingin bakvið leikinn væri að blanda saman alvöru-…

Lesa meira

Kynningin hjá Microsoft á E3 stóð svo sannarlega undir væntingum og tókst að koma með nokkrar óvæntar tilkynningar sem tryllti viðstadda og okkur sem horfðu á Veraldarvefnum. Því er upplagt að renna yfir það helsta sem gerðist, sem er þó nokkuð mikið. Halo 5: Guardians Ekki kom mikið á óvart að byrjað var að sýna frá Halo 5: Guardians, þar sem bæði var sýnt stikla úr leiknum en og hvernig leikurinn spilast í aðal söguþræðinum. Leikurinn lítur mjög vel og lofar góðu. Nánar >> Recore Síðan var heimfrumsýning á leik sem er gerður af sömu snillingum og bjuggu…

Lesa meira

Fyrir nokkru var tilkynnt um samstarf Microsoft og Valve VR, þar sem Xbox One fjarstýring fylgir VR búnaðinum þegar hann er keyptur. Út frá þessu var byrjað að tala um HoloLens verkefnið hjá Microsoft, en líklegast hafa ekki margir mikla trúa á þessu verkefni þar sem lítið sem ekkert hefur sést eða heyrst frá þessu verkefni í smá tíma. Síðan stígur fulltrúi frá Minecraft á sviðið og byrjar að tala um að það sé hægt að spila leikinn með HoloLens. Salurinn fagnaði ógurlega þegar sýnt var á sviðinu hvernig hægt er að notast við HoloLens í spilun á einum vinsælasta…

Lesa meira

Að sjálfsögðu var kynnt til sögunnar nýr Forza Motorsport leikur á E3 tölvuleikjasýningunni og á auðvitað seig glænýr Ford GT bíll úr loftinu, gestum til mikilli ánægju. Eins og vanalega þá lítur leikur alveg ótrúlega vel út, enda er þetta klárlega einn vandaðasti bílaleikurinn í dag og mun hann koma út 15. september á þessu ári. https://youtu.be/ojysiwwz9AM HFH / Heimild: Microsoft á E3 2015

Lesa meira

Phil Spencer mætti á sviðið í framhaldi á Recore og lofsyngur þann leik og framleiðendur hans. Út frá því þá byrjar Hr. Spencer að tala um að spilarar séu í efsta sæti hjá Xbox  og að Microsoft hlustar á hvað við höfum að segja. Í beinu framhaldi af því þá kemur hann með tilkynningu sem enginn bjóst við. Núna er hægt að spila gömlu 360 leikina á Xbox One, já lesandi góður, þú last rétt! Salurinn gjörsamlega missti sig við þessa tilkynningu, sem er ekkert skrítið því þetta kann að vera ein besta ákvörðun í sögu Xbox (fyrir utan að…

Lesa meira

Microsoft heimfrumsýndi leik á E3 tölvuleikjasýningunni sem er gerður af sömu snillingum og bjuggu til Metroid Prime, sá leikur ber nafnið Recore og það verður að viðurkennast að hann lítur mjög forvitnilega út. Það sem kveikir mest í forvitninni er vél hundurinn sem er í leiknum, það virðist ætla vera eitthvað trend á E3 að koma með hunda reglulega í leikina. Þrátt fyrir að hann gefi líf sitt fyrir spilara þá virðist eins og hægt sé að færa hann yfir í nýjan líkama. Þetta gæti boðið upp á skemmtilega spilun á leiknum og því gaman að fylgjast með hvað verður…

Lesa meira

Microsoft sýndi úr Halo 5: Guardians, þar sem bæði var sýnt stikla úr leiknum en og hvernig leikurinn spilast í aðal söguþræðinu. Leikurinn lítur mjög vel og lofar góðu eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. https://youtu.be/o0hrY_gIx-k Einnig var kynnt til sögunnar Warezone, sem er fjölspilunar eiginleiki leiksins. Virkilega gaman að sjá meira efni frá leiknum og leikurinn lítur mjög vel út. https://youtu.be/tbnZ1yFUMac HFH / Heimild: Microsoft á E3 2015

Lesa meira