Fréttir

Birt þann 16. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Íslenskt efni væntanlegt á Project Morpheus

Andrew House, forstjóri Sony, fór yfir framtíðarsýn Sony á Project Morpheus VR (sýndarveruleikagleraugunum) og möguleikum græjunnar á kynningunni fyrir E3 tölvuleikjasýninguna. Nokkur fyrirtæki eru um þessar mundir að undirbúa útgáfu VR og er Sony þar á meðal. Stefnt er að því að Morpheus komi á markað snemma á næsta ári, eða á svipuðum tíma og Oculus Rift. Andrew undirstrikaði að græjan yrði ávallt valkostur fyrir PS4 spilara og þeir myndu ekki gera kröfu um að allir PS4 spilarar myndu þurfa að kaupa græjuna, þó hún eigi vissulega eftir að gera upplifunina mun öflugri að sögn Andrews. Morpheus á að vera VR tæki sem allir í fjölskyldunni eiga að geta notið.

EVE_VALKYRIE02b_E3

Meðal þess sem er væntanlegt á Morpheus er The Deep og skotleikurinn RIGS þar sem verður hægt að keppa í þrír á móti þremur PvP skotbardögum. Við sögðum frá því í mars í fyrra að geimskotleikurinn EVE: Valkyrie frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP væri væntanlegur fyrir Project Morpheus á PS4. EVE: Valkyrie var fyrsti leikurinn sem Andrew kynnti þegar hann var að fjalla um Morpheus og er nokkuð ljóst að leikurinn er ofarlega í huga Sony-manna þegar kemur að VR.

SOLFARb_E3

Íslenska fyrirtækið Sólfar verður einnig með efni sem verður hægt að nota með Morpheus. Á PlayStation blogginu kemur fram að leikurinn sem um ræðir heitir Godling en í honum fer spilarinn með hlutverk barna-guðs sem hefur krafta sem geta byggt upp og tortýmt umhverfinu í kringum sig. Leikurinn spilast í fyrstu persónu og stjórnar spilarinn því sjálfur hvernig hann spilar leikinn; ætlar hann að vera góður og byggja upp umhverfið í kringum sig, eða ætlar hann að vera illur og tortýma því. Hægt er að sjá brot af því sem hægt er að gera í Godling í stiklunni úr leiknum sem var gerður sérstaklega fyrir E3 sýninguna.

Þess ber að geta að þá var Sólfar með áhugaverða kynningu á Slush PLAY ráðstefnunni í Reykjavík fyrr á þessu ári og starfa þrír af fyrrum stjórnendum CCP hjá fyrirtækinu. Sólfar stefnir á að framleiða hágæðaefni fyrir VR og notar til þess Unreal 4 vélina.

Heimildir: Sony á E3 2015 og PlayStation Blog

 

Höfundur er
Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑