Fréttir

Birt þann 16. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Allt það helsta frá Microsoft

Kynningin hjá Microsoft á E3 stóð svo sannarlega undir væntingum og tókst að koma með nokkrar óvæntar tilkynningar sem tryllti viðstadda og okkur sem horfðu á Veraldarvefnum. Því er upplagt að renna yfir það helsta sem gerðist, sem er þó nokkuð mikið.

 

Halo 5: Guardians

Ekki kom mikið á óvart að byrjað var að sýna frá Halo 5: Guardians, þar sem bæði var sýnt stikla úr leiknum en og hvernig leikurinn spilast í aðal söguþræðinum. Leikurinn lítur mjög vel og lofar góðu.
Nánar >>

 

Recore

Síðan var heimfrumsýning á leik sem er gerður af sömu snillingum og bjuggu til Metroid Prime, sá leikur ber nafnið Recore og það verður að viðurkennast að hann lítur mjög forvitnilega út.
Nánar >>

 

Xbox 360 leikir spilanlegir á Xbox One

Phil Spencer talaði um að spilarar séu í efsta sæti hjá Xbox  og að Microsoft hlustar á hvað við höfum að segja. Í beinu framhaldi af því þá kemur hann með tilkynningu sem enginn bjóst við. Núna er hægt að spila gömlu 360 leikina á Xbox One!
Nánar >>

 

Ný Xbox fjarstýring

Ný fjarstýring var kynnt, óhætt að segja að hér er á ferðinni fjarstýring fyrir þá spilara sem vilja kalla sig atvinnumenn. Vel hægt að móta hana að sínum dýpstu og nördalegustu þörfum sem tengjast spilun á tölvuleikjum með fjarstýringu.

 

Fallout 3 fylgir frítt með Fallout 4

Todd Howard frá Bethesda kíkti á sviðið til að tala meira um Fallout. Sýndi meira úr leiknum, mjög svipað og hann sýndi á Bethesda kynningunni en með örlítið meira efni tengt bardaga. Talaði líka um sérstakt tilboð fyrir Xbox One spilara, en þegar þeir kaupa Fallout 4 þá fylgir leikur númer 3 frítt með. Nefndi einnig að það sem er spilara skapa í PC vél verður hægt að niðurhala í leikjavélina, þetta er gert til að þjappa Fallout samfélaginu meira saman.

 

EA mætir á sviðið

Svo allt í einu steig aðili frá EA á sviðið, sem hefði betur átt að halda sig heima. Eina sem var talað um var EA Access leikjasafnið og hvað þetta sé frábær þjónusta (er einhver sem notar þetta?). Allir sem eiga Xbox One frá frían aðgang að þessari þjónustu á meðan E3 stendur yfir og munu Titanfall og Dragon Age Inquisition bætast við í leikjasafnið á næstunni. Já og Plants vs. Zombies: Garden Warefare 2 er á leiðinni. Reyndar mjög skemmtileg stikla af þeim leik, örugglega mjög gaman að spila þennan. En þessi leikur er væntanlegur sumarið 2016.

 

Forza 6 kynntur

Að sjálfsögðu var kynnt til sögunnar nýr Forza Motorsport leikur og á auðvitað seig glænýr Ford GT bíll úr loftinu, gestum til mikilli ánægju. Eins og vanalega þá lítur leikur alveg ótrúlega vel út, enda er þetta klárlega einn vandaðasti bílaleikurinn í dag og mun hann koma út 15. september á þessu ári.
Nánar >>

 

Dark Souls 3 væntanlegur árið 2016

Fyrir þá spilara sem finnst allir leikir í dag vera og auðveldir þá eru góð tíðindi framundan. Því Dark Souls 3 mun líta dagsins ljós snemma á árinu 2016.

 

The Division

Ubisoft lét sig ekki vanta og enn einu sinni sýndu þeir enn eina stikluna úr The Division, en þessi leikur ætlar að taka sér góða tíma að komast okkar hendur. Hins vegar má sjá mun á grafík leiksins í sýnishorninu sem sýnt var á kynningunni og þeirri sem var á síðasta ári. Er ekki frá því að það sé búið að leikurin sé að fá Watch_dogs meðferð, en þetta gæti líka verið algjör vitleysa. Læt samt báðar stiklurnar fylgja með, dæmi hver fyrir sig.
Stikla 1 (frá 2014) | Stikla 2 (frá 2015)

 

Las Vegas fylgir frítt með Rainbow Six Siege

Einnig talaði Ubisoft um Rainbow Six Siege og þeir sem eiga Xbox One og kaupa leikinn fá Rainbow Six: Las Vegas og Rainbow Six: Las Vegas 2 frítt með.

 

Stikla úr nýja Tomb Raider

Sýnt var stikla úr nýja Tomb Raider og leikurinn lítur fáranlega vel út, svo virðist sem hann ætli sér ekki að gefa neitt eftir og spurningin er hvort hann verði betri en fyrri leikurinn. Leikurinn kemur út 10. nóvember á þessu ári.

 

Indí leikir

Mikið af spennandi indie leikjum eru væntanlegir á Xbox vélina og þvílík fjölbreytni af leikjum. Auk þess verður að nefna að Xbox hef sett inn á sína YouTube rás 32 stiklur af indie leikjum sem væntanlega eru til sýnis á E3.

Sá indie leikur sem greip hvað mesta athyglina var Cuphead, sem lítur fáranlega vel út og verð bara að viðurkenna að það ríkir mikil spenna að fá að spila þennan leik.

 

Nostalgía með Rare Replay

Ef það hefur eitthvað vantað upp á nostalgíuna undanfarið þá er hægt að taka gleðina á ný. Leikjaframleiðandi Rare ætlar að gefa út Rare Replay, sem inniheldur 30 leiki frá þeim. Þetta er gert í tilefni 30 ára afmælis fyrirtækisins og þetta er klárlega eitthvað sem er vert að fjárfesta í, þetta safn er væntanlegt 4. ágúst.

 

Sjóræningjaleikurinn Sea of Thieves

Síðan er nýr leikur að koma frá Rare og talsmaður frá fyrirtækinu vill meina að þetta sé þeirra metnaðarfyllsta verkefni. Um er að ræða sjóræningja leik sem ber nafnið Sea of Thieves, útlit leiksins er mjög heillandi og mögulega gæti þetta verrið MMO leikur.

 

Fable Legends ókeypis

Tilkynnt var að Fable Legends mun vera ókeypis og geta spilara í PC spila við þá sem eru með Xbox One, en auðvitað þurfa PC spilararnir að hafa Windows 10.

 

Minecraft virkar með HoloLens!

Fulltrúi frá Minecraft tilkynnti að það sé hægt að spila leikinn með HoloLens. Ef þetta virkar eins vel og myndbandið hér fyrir neðan gefur til kynna, þá kann þetta vera eitt það flottasta sem sýnt hefur verið á E3 kynningu.
Nánar >>

 

Ultimate útgáfa af Gears of Wars & Gears 4

Síðan var tilkynnt um Ultimate útgáfu af Gears of War fyrir Xbox One, hér er á ferðinni uppfærð útgáfa á þremur fyrstu Gears of War leikjunum þar sem allir aukapakka fylgja með. Endurgerðin mun koma út 25. ágúst á þessu ári. Einnig sýnt úr nýjasta leiknum í seríunni, sem ber nafnið Gears 4.

 

Lokaorð

Í lokin steig Phil Spencer aftur á sviðið og talaði um að leikjauppstillingin á þessu ári sé sú allra besta í sögu Xbox. Sem verður eiginlega að taka undir, þetta eru rosalegir leikir sem eru að koma út á næstunni á Xbox One vélinni. Phil nefndi einnig að núna væri besti tíminn að skipta úr 360 vélinni og yfir í One, en það er mjög freistandi fyrst að hægt er að spila 360 leikina í nýju vélinni. Það er þó pínu fyndið að það sem stendur hvað mest upp úr kynngunni sé ekki tölvuleikur, heldur ákvörðun Microsoft að geta spilað gamla leiki á Xbox One og notkun HoloLens við spilun í Minecraft. Það má með sanni segja að E3 þetta árið byrjar með krafti!

 

Höfundur er
Helgi Freyr Hafþórsson

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑