Fréttir

Birt þann 16. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Final Fantasy 7 endurgerð væntanleg á PlayStation 4

Margir muna eflaust eftir því þegar Sony sýndi kraft PlayStation 3 leikjatölvunnar með því að sýna brot úr endurgerð af Final Fantasy 7 – einum vinsælasta Final Fantasy tölvuleik sögunnar. Síðan þá hafa margir spilarar vilja sjá fulla endurgerð verða að veruleika, en PS3 sýnishornið var sýnt á E3 fyrir áratug síðan og eflaust margir búnir að gefa upp vonina eftir svo langan tíma. Sony og Square Enix tilkynntu á kynningarfundi Sony fyrir E3 að Final Fantasy 7 væri nú væntanlegur og að leikurinn yrði fyrst aðgengilegur PS4 spilurum!

Upprunalega útgáfan af Final Fantasy 7 er einnig væntanlega á PS4 í vor á þessu ári.

BÞJ / Heimild: Sony á E3 2015

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑