Fréttir

Birt þann 16. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Minecraft virkar með HoloLens

Fyrir nokkru var tilkynnt um samstarf Microsoft og Valve VR, þar sem Xbox One fjarstýring fylgir VR búnaðinum þegar hann er keyptur. Út frá þessu var byrjað að tala um HoloLens verkefnið hjá Microsoft, en líklegast hafa ekki margir mikla trúa á þessu verkefni þar sem lítið sem ekkert hefur sést eða heyrst frá þessu verkefni í smá tíma. Síðan stígur fulltrúi frá Minecraft á sviðið og byrjar að tala um að það sé hægt að spila leikinn með HoloLens. Salurinn fagnaði ógurlega þegar sýnt var á sviðinu hvernig hægt er að notast við HoloLens í spilun á einum vinsælasta leik í heimi. Ef þetta virkar eins vel og myndbandið hér fyrir neðan gefur til kynna, þá kann þetta vera eitt það flottasta sem sýnt hefur verið á E3 kynningu.

HFH / Heimild: Microsoft á E3 2015

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑