Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Heimasíða Nörd Norðursins hefur fengið nýtt útlit! Undanfarna daga hefur verið unnið að því að setja upp nýja útlitið og er það að mestu tilbúið. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem hafa átt sér stað á þessum tíma. Með nýja útlitinu fylgja ákveðnar breytingar og hefur flokkurinn Bækur og blöð verið færður yfir í flokkinn Menning. Aðalflokkar síðunnar sjást hér fyrir ofan og eru: Tölvuleikir Bíó og TV Spil Menning Ef þið kæru lesendur eruð með einhverjar athugasemdir eða ábendingar varðandi útlitið og uppsetningu biðjum við ykkur vinsamlegast um að hafa samband við okkur með því að senda…

Lesa meira

Í sérstökum Kastljósþætti sem sýndur var í gær var fjallað um lekamál tengd Panama-skjölunum. Í þættinum kom meðal annars fram að forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð, og eiginkona hans eigi eignir í skattaskjóli. Fréttamiðlar og samfélagsmiðlar hérlendis sem og erlendis hafa logað vegna málsins sem teygir anga sína víða, en á komandi vikum og jafnvel mánuðum munu fréttamiðlar greina frá nýjum upplýsingum úr þessu stóra lekamáli. Eftir að hafa sigrað endakallinn hoppar Sigmundur Davíð um borð í bát merktum Wintris með alla peningana, og þar með sigrar spilarinn leikinn. Stefán Birgir Stefánsson (sbs.is), grafískur hönnuður, bjó til leik um þetta pólitíska mál sem…

Lesa meira

Unravel er þrautaleikur frá sænska indí leikjafyrirtækinu Coldwood Interactive sem var gefinn út í seinasta mánuði á PlayStation 4, Xbox One og PC. Í leiknum stjórnar spilarinn hinum ofur krúttlega Yarny sem er búinn til úr garni og þarf að ferðast á milli staða í náttúrunni og elta minningar. Spilarinn fær ekki að vita mikið í byrjun leiks. Gömul kona gengur upp tröppurnar heima hjá sér og úr körfunni hennar dettur rautt garn sem verður að Yarny, söguhetju leiksins. Yarny getur gengið um hús konunnar og skoðað fjölskyldumyndir sem eru til sýnis um húsið. Hver mynd inniheldur borð sem spilarinn…

Lesa meira

Í þessu skemmtilega myndbandi fer Yngvi hjá Tölvunördasafninu stuttlega yfir nokkra Atari ST tölvuleiki sem bárust Tölvunördasafninu nýlega. Það er alltaf gaman að sjá fylgihlutina sem komu með tölvuleikjum á þessum tíma og boxin sjálf sem hýstu disketturnar eru þvílík listaverk útaf fyrir sig. Við mælum með að fylgjast með Facebooksíðu Tölvunördasafnins þar sem nánast daglega eru sýndir nokkrir vel valdir hlutir sem hafa bæst í safnið. Kristinn Ólafur Smárason

Lesa meira

Google Deepmind, gervigreindin sem gerði garðinn frægan fyrir að sigra einvígið gegn einum fremsta meistara heims í kínversku skákinni Go, er farin að reyna fyrir sér í skotleiknum Counter Strike: Global Offensive (CS:GO) með ótrúlegum árangri. Í gær spilaði Deepmind við eitt fremsta lið heims í skotleiknum CS:GO, sænska liðið fnatic, sem er efst á heimsstyrkleikalistanum samkvæmt Gosu Gamers. Viðureignin sem fór 18:0 hefur vakið misjöfn viðbrögð í leikjasamfélaginu og er talin brjóta nýtt blað í sögu keppnishæfra tölvuleikja. Larry Page, framkvæmdastjóri Deepmind verkefnisins, tilkynnti fjölmiðlum að sigurinn sýndi fram á að möguleikar Deepmind til að taka fram úr flestum…

Lesa meira

Nýjar stiklur og sýnishorn úr nýjasta Final Fantasy leiknum, Final Fantasy XV, lentu á netinu fyrr í dag. Það sem við sjáum lofar góðu og eflaust kitlar marga FF spilara í puttana að sjá sýnishornin. Aðalstiklan inniheldur einstaklega fallega og vel heppnaða Stand by Me ábreiðu með Florence + the Machine. Leikurinn er væntanlegur 30. september á PlayStation 4 og Xbox One en á meðan þið bíðið getið þið notið þess að horfa á sýnishornin hér fyrir neðan og horft á nýju Brotherhood: FF XV anime seríuna. STIKLA – RECLAIM YOUR THRONE JAPÖNSK STIKLA SÝNISHORN ÚR DEMÓI …

Lesa meira

Brotherhood: Final Fantasy XV er ný Final Fantasy anime sería sem samanstendur af fimm þáttum. Þættirnir fjalla um prinsinn Noctis, aðalsöguhetjuna í Final Fantasy XV, og þrjá vini hans. Þættirnir eru eins konar upphitun fyrir leikinn sem kemur í verslanir 30. september á þessu ári á PlayStation 4 og Xbox One. Hægt er að skoða sýnishorn úr leiknum hér. Þættirnir fimm verða allir aðgengilegir í gegnum YouTube rás Final Fantasy XV og var fyrsti þátturinn í seríunni birtur á rásinni í morgun. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á stikluna úr Brotherhood: Final Fantasy XV og fyrsta þáttinn í…

Lesa meira

Kung Fury: Street Rage er stuttur og skemmtilegur slagsmálaleikur sem stefnir á að líkja eftir spilakössum á níunda og tíunda áratugnum. Ef menn hafa lifað undir steini síðustu árin (sjálfur missti ég af heiðrinum að styðja við gerð myndarinnar, sem ég hefði gert á augnabliki) þá var gefin út stikla fyrir stuttmynd sem yrði gerð fyrir tilstuðlan Kickstarter. Þrátt fyrir að mér fannst stiklan miklu fyndnari en stuttmyndin sjálf þá er ég samt sem áður mikill aðdáandi myndarinnar. Ekki bara vegna stíls myndarinnar sem ég dýrka í tætlur heldur líka vegna þess að mér finnst tæknibrellurnar geðveikar miðað við að þetta…

Lesa meira

Laugardaginn 2. apríl kl. 15 opnar Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndasögusýningu í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni. Lóa er útskrifuð úr Myndlistadeild Listaháskóla Íslands og lærði síðan myndskreytingar í Parsons í New York. Hún er um það bil að ljúka meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún hefur sent frá sér bækurnar Alhæft um þjóðir (2009), Lóaboratoríum (2014) og Lóaboratoríum: Nýjar rannsóknir hafa mögulega leitt eitthvað í ljós (2015) og birt myndasögur í ýmsum ritum, m.a. Grapevine, (gisp!), Mannlífi, ÓkeiPiss og Very Nice Comics. Hún teiknaði hluta teiknimyndaseríunnar Hulli (2013 og 2016) og talsetur einnig. Lóa nefnir tvær ólíkar konur sem áhrifavalda,…

Lesa meira

Bjarki Þór Jónsson skrifar: Þegar PlayStation 4 og Xbox One leikjatölvurnar voru væntanlegar á markað skoðuðum við hjá Nörd Norðursins verðlag á leikjatölvum og tölvuleikjavörum og reiknuðum þannig út líklegt verð á nýju leikjatölvunum hér á Íslandi árið 2013, áður en tölvurnar fengu staðfestan verðmiða hér á landi. Við vorum nokkuð nálægt raunverulega verðinu, þó PlayStation 4 hafi endað á að vera nokkuð ódýrari en okkar ágiskun, sem er bara gott mál. Nú ætlum við að endurtaka leikinn með PlayStation VR og skella íslenskum gisk-verðmiða á græjuna! Við munum nota bresku Amazon netverslunina og Elko raftækjabúð á Íslandi til samanburðar…

Lesa meira