Íslenskt

Birt þann 4. apríl, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Nörd Norðursins fimm ára!

Í dag, mánudaginn 4. apríl árið 2016, eru liðin heil fimm ár síðan að Nörd Norðursins fór fyrst í loftið! Fyrsta hálfa árið var Nörd Norðursins í formi veftímarits en eftir það var allt efni eingöngu birt á vefsíðunni okkar góðu. Að tilefni afmælisins höfum við endurræst vélarnar okkar og dustað rykið af heimsyfirráðar áformum okkar! MÚhahahaha! Við höfum breytt og endurbætt útliti síðunnar og stefnum á að birta haug af áhugaverðu efni á næstunni.

Við viljum þakka lesendum okkar kærlega fyrir að fylgja okkur í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að miðla upplýsingum úr nördaheiminum til íslenskra lesenda.

Deila efni


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑