Íslenskt

Birt þann 4. apríl, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Nörd Norðursins fær nýtt útlit

Heimasíða Nörd Norðursins hefur fengið nýtt útlit! Undanfarna daga hefur verið unnið að því að setja upp nýja útlitið og er það að mestu tilbúið. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem hafa átt sér stað á þessum tíma. Með nýja útlitinu fylgja ákveðnar breytingar og hefur flokkurinn Bækur og blöð verið færður yfir í flokkinn Menning. Aðalflokkar síðunnar sjást hér fyrir ofan og eru:

  • Tölvuleikir
  • Bíó og TV
  • Spil
  • Menning

Ef þið kæru lesendur eruð með einhverjar athugasemdir eða ábendingar varðandi útlitið og uppsetningu biðjum við ykkur vinsamlegast um að hafa samband við okkur með því að senda okkur línu á nordnordursins(at)gmail.com eða henda inn skilaboðum í kommentakerfið hér fyrir neðan.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑