SOPA (Stop Online Piracy Act) og PIPA (Protect IP Act, eða Preventing Real Online Threats to Economic Creativity and Theft of Intellectual Property Act) eru bandarísk frumvörp um reglur sem eiga að nýtast til þess að stöðva ólöglega dreifingu höfundaréttarvarins efnis á Internetinu, t.d. kvikmyndir, tónlist, sjónvarpsþætti, tölvuleiki og fleira. Það sem gerir SOPA og PIPA fyrst og fremst að umdeildum frumvörpum eru völdin sem fyrirtækjum og bandarísku ríkisstjórninni eru gefin, en samkvæmt reglunum mega þau meina netverjum í Bandaríkjunum aðgangi að tilteknum vefsíðum sem þau telja að brjóti þessar tilteknu reglur. Með þessu er verið að setja mikla pressu…
Author: Nörd Norðursins
Að mínu mati eru flestar jólamyndir ólöglega leiðinlegar, illar gerðar með jóla-dramatík á sjöföldum sterum. Notebook og Titanic eru til að mynda með hóflega skammta af dramatík miðað við margar (bandarískar) jólamyndir. Drama á vissulega rétt á sér en þegar 99% af öllum jólamyndum fylgja sömu uppskriftinni er blandan orðin helvíti lúin. Hér hef ég tekið saman lista yfir þær myndir sem – að mínu mati – má flokka sem vel heppnaðar jólamyndir og eru flestar þeirra auk þess með einhvers konar nörda ívafi. Vonandi koma þessar myndir ykkur í jólagírinn elsku njérðir! Hogfather (2006) Það eru jól í…
Fyrsta stiklan fyrir The Hobbit: An Unexpected Journey var að lenda. Myndin er byggð á bókinni The Hobbit eftir J.R.R. Tolkien og gerist í sama ævintýraheimi og Lord of The Rings þríleikurinn. Peter Jackson leikstýrir myndinni og munu mörg kunnugleg andlit birtast í henni, þar á meðal Elijah Wood, Andy Serkis, Orlando Bloom, Christopher Lee og Ian McKellen, auk þess mun alheimssnillingurinn Stephen Fry leika nokkuð stórt hlutverk. Myndin er væntanleg í desember á næsta ári.
Vísindaskáldsagan Locus Origin – The Never Born kom út í lok október síðastliðnum og er fyrsta bókin af níu í Locus Origin seríunni. Þó verkið sé á ensku er höfundur þess Íslendingur sem kýs að ganga undir höfundarnafninu Christian Matari og vill ekki gefa upp sitt raunverulega nafn. Það sem við vitum er að hann er á fertugsaldri, starfar hjá CCP, hefur brennandi áhuga á vísindaskáldsögum og fantasíum og hefur unnið í nokkur ár að gerð Locus Origin. Sagan í Locus Origin hefst árið 3.672 og gerist á skálduðum stað í alheiminum – nánar til tekið í Merillian vetrarbrautinni. Á…
Samansafn af bestu (eða verstu!) feilunum árið 2011!
Við höfum séð vélmennið T-800 ferðast aftur í tímann til að drepa John Connor í The Terminator. Við höfum séð vélmennið Optimus Prime breyta sér í risavaxinn trukk í Transformers. En við höfum ekki séð Fanuc LR Mate 200iC vélmenni framkvæma litla leiksýningu um Jesúbarnið með undirspili í boði Baggalúts – fyrr en nú!
Dark Souls (PS3) er einstakur hlutverkaleikur (action RPG) sem gerist í óvinveittum og þrúgandi en fjölbreytilegum ævintýraheimi þar sem hættur leynast við nánast hvert fótspor. Dark Souls og forverinn, Demon’s Souls, eru þekktir fyrir það að vera erfiðir en vandaðir leikir og ólíkir öllu öðru sem er á markaðinum í dag. Þeir eru einnig dæmi um japanska leiki sem hafa farið yfir til vestur heims með góðum árangri. SPILUN Að mörgu leyti er þetta eins og hefðbundinn hlutverkaleikur en blandað er saman tæknilegri getu nútímaleikja við erfiðleikastig eldri leikja sem er í andstæðu við þróun sambærilegra leikja í dag sem…
Ævintýraþrautaleikurinn Tiny Places, eða Amazing Napoleon’s Great Escape from Tiny Places eins og hann heitir fullu nafni, kom í Apple AppStore í gær. Það er íslenska leikjafyrirtækið Gogogic sem stendur á bak við leikinn, en þeir sendu nýverið frá sér fréttatilkynningu varðandi lokun Vikings of Thule. Í Tiny Places stjórnar spilarinn lipra kamelljóninu Napoleon sem ætlar að flýja frá eiganda sínum. Kamelljónið notar löngu tunguna sína til að sveifla sér milli hluta í átt að útgönguleiðinni, en á leiðinni þangað þarf Napoleon að forðast óvini og aðra hluti sem á vegi hans verða. Í þessum litríka leik er að finna 48…
Íslenska leikjafyrirtækið Gogogic sendi frá sér fréttatilkynningu föstudaginn 9. desember þar sem kemur fram að lokað verði fyrir leikinn Vikings of Thule þann 31. desember 2011 vegna hás kostnaðar. Leikurinn hefur notið vinsælda á Facebook þar sem spilarinn fer í hlutverk víkings á Íslandi sem heldur á vit ævintýranna, berst við aðra víkinga og styrkir sig með hinum ýmsu uppfærslum. Ef þú hefur ekki prófað leikinn mælum við með því að þú kíkir á hann fyrir lokun! Í sömu fréttatilkynningu kemur fram að spilarar megi búast við nýjum leik frá fyrirtækinu á næstunni sem kallast Godsrule. Fréttatilkynningin í heild…
Í leikjanördablogginu í október síðastliðnum var fjallað um óvæntan glaðning í Góða hirðinum og voru þar á meðal leikir í gömlu góðu Sinclair Spectrum tölvuna. Svo skemmtilega vill til að tæpum tveim mánuðum síðar hefur fyrrverandi eigandi Spectrum leikjanna skilið athugasemd eftir sig – og ekki nóg með það heldur er sá hinn sami höfundur íslenska tölvuleiksins Leitin. Um er að ræða textaævintýraleik frá árinu 1989/1990 í Sinclair Spectrum þar sem spilarinn fer í hlutverk blaðamanns sem er í leit að týndum fjársjóði. Höfundar leiksins eru þeir Magnús Kristinn Jónsson og Matthías Guðmundsson. Í þessu átta mínútna myndbandi (sem er birt með leyfi…