Bíó og TV

Birt þann 23. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

2

Dauðinn, uppvakningar og aðrar jólamyndir

Að mínu mati eru flestar jólamyndir ólöglega leiðinlegar, illar gerðar með jóla-dramatík á sjöföldum sterum. Notebook og Titanic eru til að mynda með hóflega skammta af dramatík miðað við margar (bandarískar) jólamyndir. Drama á vissulega rétt á sér en þegar 99% af öllum jólamyndum fylgja sömu uppskriftinni er blandan orðin helvíti lúin.

Hér hef ég tekið saman lista yfir þær myndir sem – að mínu mati – má flokka sem vel heppnaðar jólamyndir og eru flestar þeirra auk þess með einhvers konar nörda ívafi. Vonandi koma þessar myndir ykkur í jólagírinn elsku njérðir!

 

Hogfather (2006)

Það eru jól í Discworld, eða Hogwatch ein og þau kallast þar á bæ, og „jólasveinninn“, eða Hogfather, hefur horfið! Og hver er hentugri til að taka hans hlutverk en sjálfur DAUÐINN!?

 

The Nightmare Before Christmas (1993)

Brúðu- og söngleikur um konung Hrekkjavökubæjar, Jack Skellington, sem uppgötvar Jólabæinn en skilur ekki aaalveg út á hvað jólin ganga. Dimm og krúttleg mynd.

 

Rare Exports: A Christmas Tale (2010)

Djúpt undir fjallsrótum leynist best geyma leyndamál jólanna! Í þessari finnsk-skandinavísku mynd er sjálfur jólasveinninn grafinn upp – og hann er ekki hress!

 

Black Christmas (1974)

<kaldhæðni> Það er fátt jólalegra en brjálæður morðingi sem drepur um jólin! </kaldhæðni>

 

The New Batman Adventure: Fyrsta sería, fyrsti þáttur – Holiday Knights (1997)

Nana-nana-nana-nanaBATMAN! Þetta er þáttur með jólaþema úr Batman teiknimyndaseríunni.

 

Gremlins (1984)

Ungur strákur fær nýtt sætt og loðið gæludýr – svokallaðan Mogwai – sem kemur með ekki-eins-sæt dýr (m.ö.o. kvikindi!) sem gera fátt annað en að valda eyðileggingu og usla.

 

Örstutt jól / Unholy Night (2007)

Íslensk 10 mínútna stuttmynd þar sem sagt er frá óhugnanlegir atburðum sem eiga sér stað þegar jólasveinninn Ketkrókur hittir hóp af ungu fólki.

 

Død Snø / Dead Snow (2009)

Norsk mynd um nasista uppvakninga! Það er í rauninni afar fátt jólalegt við þessa mynd – nema kannski snjórinn! – en ég bara varð að setja hana á þennan lista – „EIN, ZWEI… DIE!

 

Aðrar ekki-eins-nördalega-myndir sem vert er að nefna fyrir jólin:

Bad Santa, Christmas Vacation, Die Hard 1 og 2, Elf, Home Alone 1 og 2, Scrooged, The Muppets Christmas Carol.

BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



2 Responses to Dauðinn, uppvakningar og aðrar jólamyndir

Skildu eftir svar

Efst upp ↑