Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Ég byrjaði á The Talisman vegna þess að hún var í uppáhaldi hjá mér í æsku en núna ætla ég að taka Carrie fyrir, því að það er fyrsta útgefna bók Stephen King. Eins og margir rithöfundar þá fékk Kóngurinn ekki græna ljósið strax. Carrie var reyndar fjórða bókin sem hann skrifaði og hann henti uppkastinu í ruslið á einhverjum tímapunkti því honum fannst hún ekki virka sem smásaga. Konan hans veiddi A4 blöðin úr ruslinu, talaði hann til, hann betrumbætti og lengdi söguna og úr varð skáldsagan Carrie. Carrie er öðruvísi bók en við fáum vanalega frá S.K. Hún…

Lesa meira

Það styttist óðum í að fyrstu-persónu fjölspilunarskotleikinn DUST 514 frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP verði gefinn út á PlayStation 3 leikjavélina. Beðið hefur verið eftir leiknum með mikilli eftirvæntinu og endaði hann meðal annars í fyrsta sæti yfir áhugaverðustu leiki ársins 2012 hjá Nörd Norðursins. Fyrir stuttu var þetta kynningarmyndband fyrir DUST 514 sett á netið sem gefur mun dýpri sýn á því hvernig leikurinn virkar og út á hvað hann gengur en fyrri myndbönd. Kynningarmyndband fyrir DUST 514 – BÞJ

Lesa meira

Hin árlega hátíð blóðþyrstra hryllingsaðdáenda og búningaóðra nörda er á næsta leiti. Hrekkjavaka verður halding hátíðleg víðsvegar um heim miðvikudaginn 31. október, og í tilefni þess munum við birta efni sem tengist hrekkjavöku með einum eða öðrum hætti. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkrar hrekkjavökulegar færslur, gamlar og nýjar. GLEÐILEGA HREKKJAVÖKU!! Tölvuleikir 28 Spoons Later fáanlegur í AppStore Baldur’s Gate endurgerð í vinnslu Black Mesa: Source kominn út! DOOM 18 ára! E3 2012: Resident Evil 6 og ZombiU [SÝNISHORN] Leikjarýni: Alan Wake’s American Nightmare Leikjarýni: Bioshock 2 Leikjarýni: Dark Souls Leikjarýni: Diablo III Leikjarýni: The Darkness II…

Lesa meira

Halloween Iceland er árlegt búningaball þar sem vampírur, uppvakningar og ofurhetjur eru velkomin! Líkt og nafnið gefur til kynna tengist viðburðurinn hrekkjavöku sem er haldin hátíðleg með búningagleði og hryllingsmyndaglápi. Að þessu sinni verður Halloween Iceland haldið laugardaginn 27. október á Kaffi Zimsen (Hafnarstræti 18) og opnar húsið á slaginu 21:00. Metal Dj Mobus og Dj Kolbika munu sjá um tónlistina og kostar 1.500 kr. inn. Fólki gefst svo kostur á að kjósa sinn uppáhaldsbúning á ballinu og verður aðeins fólki hleypt inn sem mætir í búningum þar til úrslit liggja fyrir. Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook. Forsíðumyndin er fengin á…

Lesa meira

Nörd Norðursins mun gefa fjölda HAWKEN beta lykla til áhugasamra lesenda. HAWKEN er fríspilunar (e. free-to-play) fyrstu persónu vélmenna skotleikur sem verður aðgengilegur í opinni betu prufuútgáfu þann 12. desember 2012, eða 12.12.12. Til að eiga möguleika á að fá lykil að lokaðri betu prufuútgáfu leiksins þarf viðkomandi að: Vera búinn að ná 16 ára aldri Senda okkur einkaskilaboð á Facebook og óska eftir beta lykli. Við munum svo dreifa lyklunum út til þeirra sem senda okkur einkaskilaboð á meðan birgðir endast. Smelltu hér til að heimsækja Nörd Norðursins á Facebook. Sýnishorn úr HAWKEN Forsíðumynd: Breytt útgáfa af…

Lesa meira

Bond fær verkefni, Bond fær tæki og tól, Bond hittir óvininn, Bond hittir fallega konu, Bond ræðst gegn óvininum, Bond leysir verkefnið, Bond fær konuna (þó aðeins tímabundið), Endir. Í 50 ár hefur þessi einfalda söguuppbygging, sem er mjög lauslega útskýrð hér (ég viðurkenni það), heillað áhorfendur um allan heim og mun gera það enn og aftur með 23 James Bond myndinni (ef farið er eftir hinni formlegu talningu) Skyfall. Söguuppbyggingin er þó ekki stærsta aðdráttarafl myndanna, heldur að sjálfsögðu sögupersónan James Bond sem er hugarsmíð rithöfundarins og herramannsins Ian Fleming (hugmyndina að nafninu fékk Fleming úr bókinni Birds of…

Lesa meira

Fenrir Films hafa sent frá sér fyrsta þáttinn af þremur í ofurhetju epíkinni Svarti Skafrenningurinn og lýsa þáttunum svona: „Rólegri sveitatilveru Kormáks er snúið á haus þegar hann fær óvænt ofurkrafta. Nú er það undir honum komið að bjarga borginni frá hinum illræmda Fésbókara og öllu hans hyski.“ Svarti Skafrenningurinn er önnur vefsería Fenrir Films, sem stóðu á bak við Ævintýri á Einkamál, og ýmsar stuttmyndir sem má finna á YouTube svæðinu þeirra. 1. þáttur – BÞJ/GLB

Lesa meira

Á næstu dögum mun ríkissjónvarpið taka til sýninga sænska sjónvarpsþætti sem bera nafnið Äkta Människor eða á hinu ylhýra: Alvörufólk. Þessir þættir eru með því áhugaverðasta sem komið hefur frá Svíþjóð í langan tíma þó svo að sænsku vinir okkar geti stært sig af þáttum eins og lögregludramanu Wallander og vinsælum dramaseríum. Äkta Människor var tekið til sýninga í sænska sjónvarpinu í janúar á þessu ári og vöktu mikla athygli hvað varðar efnistök. Þættirnir eru nefnilega hreinræktaður vísindaskáldskapur en lítið hefur borið á slíku sjónvarpsefni frá Norðurlöndunum. Þættirnir gerast í mjög nálægri framtíð og er söguheimurinn lítið þorp úti á…

Lesa meira