Fréttir1

Birt þann 28. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Áskriftarkostnaður íslenskra EVE spilara lækkar

Á íslenska EVE og DUST hittingnum sem var haldinn 25. október síðastliðinn var íslenskum spilurum tilkynnt að áskriftarkostnaður þeirra myndi lækka töluvert á næstu dögum.

Sökum gengisbreytinga síðastliðinna ára hefur kostnaður íslenskra EVE spilara hækkað töluvert og ætlar CCP að koma til móts við íslenska spilara með því að bjóða upp á sérstök áksriftarkort á Íslandi sem verða töluvert ódýrari en ef borgað yrði með evrum eða dollurum hérlendis.

Ekki fékkst upp gefið námvæmlega hversu mikið þessi áskriftarkort munu kosta eða hvenær þau kæmu út, en trúlegast verða þau fáanleg í verslunum í þessari eða næstu viku.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑