Fréttir1

Birt þann 24. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Halloween Iceland 2012 búningaball haldið 27. október

Halloween Iceland er árlegt búningaball þar sem vampírur, uppvakningar og ofurhetjur eru velkomin! Líkt og nafnið gefur til kynna tengist viðburðurinn hrekkjavöku sem er haldin hátíðleg með búningagleði og hryllingsmyndaglápi.

Að þessu sinni verður Halloween Iceland haldið laugardaginn 27. október á Kaffi Zimsen (Hafnarstræti 18) og opnar húsið á slaginu 21:00. Metal Dj Mobus og Dj Kolbika munu sjá um tónlistina og kostar 1.500 kr. inn. Fólki gefst svo kostur á að kjósa sinn uppáhaldsbúning á ballinu og verður aðeins fólki hleypt inn sem mætir í búningum þar til úrslit liggja fyrir.

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.

Forsíðumyndin er fengin á
Facebook-síðu Halloween Iceland
frá Halloween Iceland 2011.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑