Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

UTmessan verður haldin í þriðja sinn 8. og 9. febrúar næstkomandi í Hörpu. Að því tilefni sendi Skýrslutæknifélagið eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér í dag: UTmessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin í þriðja sinn dagana 8. og 9. febrúar í Hörpu. Tilgangur UTmessunnar er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst. Tugir áhugaverðra fyrirlestra, sýning, keppnir, kennsla og afhending verðlauna…

Lesa meira

Breski gamanhópurinn Monty Python hyggst gera nýja kvikmynd í fullri lengd sem mun bera heitið Absolutely Anything, en frá þessu greindi Forbes frá í síðustu viku.  Tökur hefjast í apríl á þessu ári. Hópurinn hefur gert nokkrar vinsælar gamanmyndir á borð við Monty Python and the Holy Grail (1975) og Monty Python’s Life of Brian (1979), en að þessu sinni verður myndin byggð á vísindaskáldskap þar sem þeir fara með hlutverk geimvera sem geta látið óskir jarðarbúa rætast. Absolutely Anything verður blanda af leikinni og tölvugerðri mynd. Terry Jones mun leikstýra myndinni og leika í henni (eða tala inn á) ásamt þeim John Cleese,…

Lesa meira

Síðastliðinn föstudag var stofnuð SMÁÍS síða á Facebook. Á síðunni var meðal annars hægt að horfa á nýjustu auglýsingaherferð samtakanna, yfirlýsingu frá þeim vegna nýlegrar umfjöllunar í Viðskiptablaðinu sem þeir telja vera illa unna, auk erlendra frétta sem fóru misvel í gesti síðunnar. Þegar vinafjöldinn var kominn í u.þ.b. 60-70 manns fóru umræður að myndast um fréttirnar sem SMÁÍS hafði sett á vegginn hjá sér ásamt skilaboðum, en síðan birti meðal annars erlenda frétt um mann sem gerðist sekur um að hafa stolið rafmagni frá nágranna sínum og bættu við fyrirsögninni „Sumir stela rafmagni…“ Eftir að neðangreind ummæli og frétt…

Lesa meira

Svartir sunnudagar hafa staðið að fjölda glæsilegra sýninga á költ myndum í Bíó Paradís, þar á meðal Dawn of the Dead, Freaks og Big Trouble in Little China.  Svartir sunnudagar hafa kynnt dagskrá sína í febrúar með yfirskriftinni Forboðinn febrúar. Um er að ræða valdar kvikmyndir sem voru lengi vel á lista yfir þær myndir sem voru lengi bannaðar á Íslandi. Dagskrána má sjá á plakatinu hér fyrir neðan. – BÞJ

Lesa meira

Við lifum á tæknivæddum tímum og virðist sem sú hraða og mikla tækniþróun sem orðið hefur síðustu áratugi sé ekkert að hætta. Flestallir Íslendingar eru nettengdir heima hjá sér, í vinnu, skóla eða hvar sem vera ber í gegnum tölvur, snjallsíma eða önnur tól. Þessi stanslausa nettenging hefur verið gagnrýnd af ýmsum aðilum, meðal annars fyrir að einangra einstaklinga og minnka félagsleg samskipti, en það er þó varla hægt að deila um að hún hefur fært umheiminn nær okkur. Við höfum í dag aukinn aðgang að þekkingu og höfum við alla möguleika á að standa fróðari upp frá tölvunni en…

Lesa meira

Föstudagssyrpa vikunnar samanstendur að þessu sinni af erfiðasta Mario borðinu, spurningunni um hvernig geimfarar þvo sér í geimnum er svarað, kennslumyndbandi sem sýnir hvernig þú getur litið út eins og alvöru harðnagli (líkt og í tölvuleikjunum) og iPhone trikki. Þetta er án efa brjálaðasta borð sem ég hef nokkurn tímann séð í Mario leik! Ég trúi ekki öðru en að þetta myndband sé falsað með einhverju hætti, en engu að síður er gaman  að fylgjast með Mario fara í gegnum þetta epíska borð. Svona þvo geimfarar sér um hendurnar í geimnum. Væri gaman að sjá þá fara í…

Lesa meira

Nörd Norðursins stóð fyrir uppvakningagöngu í Reykjavík 31. janúar. Gangan endaði í Bíó Paradís þar sem Skjár Einn og bandaríska sendiráðið tók á móti þeim dauðu með léttum veitingum og forsýndu þriðju þáttaröðina af The Walking Dead sem hefur göngu sína á Skjá Einum 3. febrúar. Bandaríski sendirherrann var einn þeirra 40 sem breytti sér í uppvakning þetta kvöldið og veitti bandaríska sendiráðið auk þess þrjár viðurkenningar; fyrir blóðugasta uppvakningnn, best klædda uppvakninginn og óhugnarlegasta uppvakninginn. Tengt efni: Vísir.is: Sendiherra Bandaríkjanna breyttist í uppvakning Mbl.is: Sendiherra í röðum uppvakninga PressPhotos.biz: Zombie walk in Reykjavik 2013 Bandaríska sendiráðið á Facebook (myndir). – BÞJ

Lesa meira

Í dag, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 17:30 munum við standa fyrir uppvakningagöngu (zombie walk) í miðbæ Reykjavíkur. Ekki hafa allir breytt sér í uppvakning áður og höfum við því skellt saman níu hugmyndum sem geta gagnast við gerð á uppvakningabúningi. Við hvetjum lesendur sem lauma á fleiri góðum ráðum til að deila því með okkur hinum og kommenta í kommentakerfið hér fyrir neðan. 1. Andlitsmálning Andlitsmálning fæst til dæmis í Partýbúðinni og Hókus Pókus fyrir lítinn pening. Gott er að þekja andlitið með hvítri málningu og nota svartan lit til að skyggja. Svo er hægt að bæta við bláum…

Lesa meira

Laugardaginn 2. febrúar verður Japanshátíð haldin á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Japanshátíð er hátíð sem er á vegum nemenda og kennara í Japanskri mál og menningu á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Á hátíðinni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá milli kl. 13 og 17 þar sem gestir geta meðal annars skellt sér í karókí, horft á japanskar dramaseríur og bíómyndastiklur, fengið nafn sitt skrifað með skrifletrum japönsku og bragðað á léttum veitingum. Einnig verður búninga keppni, eða nánar tiltekið cosplay keppni, þar sem keppendur klæða sig upp sem karakterar úr japönskum teiknimyndum, tölvuleikjum, eða einhverju öðru sem tengist Japan á einhvern…

Lesa meira

Nörd Norðursins ætlar að efna til uppvakningagöngu fimmtudaginn 31. janúar. Mæting verður kl. 17:30 á Hlemmi (Laugavegsmegin). Þaðan verður gengið niður Laugarveginn og endað í Bíó Paradís á Hverfisgötu kl. 18:00. Í Bíó Paradís mun Skjár Einn og bandaríska sendiráðið á Íslandi taka á móti okkur með léttum veitingum og forsýna þriðju þáttaröðina af The Walking Dead á Íslandi, en þáttaröðin hefst 3. febrúar á Skjá Einum. Það er um að gera að leggja metnað í búninginn, því bandaríska sendiráðið mun veita verðlaun fyrir flottasta uppvakninginn!! Athugið að aldurstakmark er 18 ára. >> Smelltu hér til að skoða viðburðinn…

Lesa meira