Íslenskt

Birt þann 6. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

UTmessan 2013 haldin 8. og 9. febrúar í Hörpu

UTmessan verður haldin í þriðja sinn 8. og 9. febrúar næstkomandi í Hörpu. Að því tilefni sendi Skýrslutæknifélagið eftirfarandi fréttatilkynningu frá sér í dag:

UTmessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin í þriðja sinn dagana 8. og 9. febrúar í Hörpu.
Tilgangur UTmessunnar er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Tugir áhugaverðra fyrirlestra, sýning, keppnir, kennsla og afhending verðlauna setja mark sitt á UTmessuna 2013 sem er tvískipt sem fyrr og er heildardagskrá að finna hér.

Föstudaginn 8. febrúar er ráðstefna sem ætluð er fagfólki en laugardaginn 9. febrúar er Harpa opin almenningi þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa.
Getraunir, leikir, sýningar, kynningar og uppákomur verða þá í gangi þar sem fjölskyldan getur komið og séð með eigin augum hvað framtíðin ber í skauti sér.

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum og er átak í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum. UTmessan er stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Enn örlar á þeim misskilningi að þetta sé karlageiri og að góð stærðfræðikunnátta sé nauðsynleg til að fara í tölvunarfræði. Þeim misskilningi þarf að eyða enda er um hálaunastörf að ræða sem fara vel með hefðbundnu fjölskyldulífi.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑