Fréttir1

Birt þann 4. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

SMÁÍS hættir eftir aðeins þrjá daga á Facebook

Síðastliðinn föstudag var stofnuð SMÁÍS síða á Facebook. Á síðunni var meðal annars hægt að horfa á nýjustu auglýsingaherferð samtakanna, yfirlýsingu frá þeim vegna nýlegrar umfjöllunar í Viðskiptablaðinu sem þeir telja vera illa unna, auk erlendra frétta sem fóru misvel í gesti síðunnar.

Þegar vinafjöldinn var kominn í u.þ.b. 60-70 manns fóru umræður að myndast um fréttirnar sem SMÁÍS hafði sett á vegginn hjá sér ásamt skilaboðum, en síðan birti meðal annars erlenda frétt um mann sem gerðist sekur um að hafa stolið rafmagni frá nágranna sínum og bættu við fyrirsögninni „Sumir stela rafmagni…“

Eftir að neðangreind ummæli og frétt voru birt á Facebook síðunni (sjá mynd hér fyrir neðan) hófust heitar umræður um hvað SMÁÍS ætti í raun og veru með þessum ummælum sínum. Í kjölfarið hætti SMÁÍS að svara og eyddu umræðunni af Facebook. Það náðust þó skjáskot af umræðunni sem má nálgast í heild sinni hér.

SMÁÍS á FacebookLestu restina af umræðunni hér.

 

Eftir að umræðurnar héldu áfram utan og innan SMÁÍS Facebook síðunnar (þeir voru með lokaðan vegg þannig að notendur gátu ekki skrifað beint á vegginn hjá þeim) og mynd af umræðunni birtist á netinu virðast samtökin hafa lokað Facebook síðu sinni.

Á frétt sem Visir.is birti í kvöld kemur fram að Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir að það hafi verið of mikil vinna fyrir einn starfsmanna að svara öllum þessum athugasemdum, auk þess sem skilaboðin urðu sífellt persónulegri og grófari.

Eftir þrjá ævintýralega daga hefur SMÁÍS kvatt Facebook – í bili.

 

SMÁÍS kveður Facebook

Heimildir: SMÁÍS á Facebook og Visir.is

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑