Bíó og TV

Birt þann 6. febrúar, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ný Monty Python kvikmynd í vinnslu

Breski gamanhópurinn Monty Python hyggst gera nýja kvikmynd í fullri lengd sem mun bera heitið Absolutely Anything, en frá þessu greindi Forbes frá í síðustu viku.  Tökur hefjast í apríl á þessu ári.

Hópurinn hefur gert nokkrar vinsælar gamanmyndir á borð við Monty Python and the Holy Grail (1975) og Monty Python’s Life of Brian (1979), en að þessu sinni verður myndin byggð á vísindaskáldskap þar sem þeir fara með hlutverk geimvera sem geta látið óskir jarðarbúa rætast. Absolutely Anything verður blanda af leikinni og tölvugerðri mynd.

Terry Jones mun leikstýra myndinni og leika í henni (eða tala inn á) ásamt þeim John Cleese, Terry Gilliam og Michael Palin og á eftir að fá staðfest hvort Eric Idle verði með eða ekki. Graham Chapman var hluti af Monty Python en hann lést árið 1989.

Hljómar allt mjög vel, ekki satt? En bíðið aðeins. Bandaríski gamanleikarinn Robin Williams verður einnig í myndinni og fer með hlutverk hunds sem getur talað. Fleiri nöfn hafa verið tengd við myndina, þar á meðal Benedict Cumberbatch  og Gemma Arterton. Þetta á eftir að verða eitthvað skrautlegt!

 

Atriði úr Monty Python and the Holy Grail

Forsíðumynd: Collider [Monty Python]

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑