Warner Bros. Pictures voru að setja ný plaköt af öllum helstu persónum Suicide Squad á vefinn. Plakötin eru glæsileg og sýna vel hve leikaravalið smellpassar að öllum þeim hlutverkum sem myndin býður upp á. Suicide Squad gerist í heimi DC teiknimyndasagnanna og fjallar um sérsveit ofurillmenna sem er kölluð til þegar leysa þarf einstaklega hættuleg verkefni. Suicide Squad, sem er í leikstjórn David Ayer, er væntanleg í kvikmyndahús í byrjun ágúst. Cara Delevingne sem Enchantress. Karen Fukuhara sem Katana. Adewale Akinnuoye sem Killer Croc. Joel Kinnaman sem Rick Flag. Adam Beach sem Slipknot. Viola Davis sem Amanda Waller. Jai Courtney sem Boomerang. Will…
Author: Kristinn Ólafur Smárason
Í nýjasta myndbandinu frá vinum okkar á Tölvunördasafninu fer Yngvi á nokkra nytjamarkaði í von um að finna nýja safngripi. Nytjamarkaðurinn í Kópavogi, nytjamarkaðurinn á Selfossi, Hjálpræðisherinn og Góði Hirðirinn eru heimsóttir og öll svaðilförin er fest á filmu. Horfðu á myndbandið og sjáðu hvaða nýjir hlutir koma upp úr krafsinu.
Nemendur við háskólann í Leicester hafa nú með vísindalegum rannsóknum skorið úr um hvaða ofurhetja er öflugust. Nemarnir komust að niðurstöðum sínum með því að velja tólf þekktar ofurhetjur og vega og meta kosti og galla krafta þeirra með vísindalegum útreikningum og rökstuðningi. Það kemur e.t.v. ekki á óvart en ofurmennið sjálft, Superman, er langöflugasta ofurhetjan samkvæmt rannsókninni með sjö öfluga ofurkrafta gegn aðeins einum galla (veikleiki gegn kryptóníti). Annað sæti vermir Marvel hetjan og X-mennið Wolverine með 4 öfluga ofurkrafta og einn veikleika, en þriðja sætið hreppir þrumuguðinn Þór með 3 öfluga ofurkrafta og engan teljanlegan veikleika. Black Bolt er…
Það er ekki á hverjum degi sem það kemur út nýr leikur fyrir gömlu gráu NES tölvuna. Engu að síður gaf leikjafyrirtækið Gradual Games út nýjan NES leik fyrir nokkru síðan sem ber titilinn The Legends of Owlia. Leikurinn minnir mikið á upphaflega The Legends of Zelda, enda er sækir hann mikinn innblástur í þann leik ásamt leikjum á við Crystalis og StarTropics. Söguþráður leiksins er á þann veg að fyrir margt löngu síðan var heimurinn skapaður af sex miklum uglum sem drottnuðu yfir landinu árþúsundum saman. Uglurnar urðu með tímanum drambsamar og misstu völdin til konungs hafsins, marbendilsins Mermon,…
Flest öll þekkjum við stökkbreyttu tánings ninja skjaldbökurnar; Leonardo, Donatello, Raphael og Michaelangelo. Skjaldbökurnar frægu komu fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndasögu eftir Kevin Eastman og Peter Laird árið 1984, en hafa síðan þá einnig birst í fjölmörgum útgáfum af teiknimyndum, bíómyndum og tölvuleikjum svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur NECA (National Entertainment Collectibles Association) gefið skjaldbökunum góðu enn eina útgáfuna sem er mögulega sú flottasta til þessa. Um er að ræða hasarfígúrur sem sækja innblástur í tölvuleikinn Teenage Mutant Ninja Turtles II: The Arcade Game, sem Konami gaf út á spilakössum árið 1989, en kom einnig síðar út fyrir fjölmargar heimilisleikjatölvur.…
Í þessu skemmtilega og fróðlega myndbandi frá Tölvunördasafninu sýnir Yngvi okkur nýja græju sem gerir Commodore 64 tölvum kleift að lesa stórt safn tölvuleikja af SD minniskorti. Þessi handhæga viðbót gerir unnendum Commodore 64 tölvunnar kleift að spila leiki hraðar, en einnig að spila leiki sem þeir eiga ekki á upphaflegu diskunum. Horfðu á myndbandið og sjáðu hvernig þessi sniðugi tölvubúnaður virkar með gömlu góðu Commodore vélinni.
RetroUSB er þekkt fyrirtæki meðal Retro tölvunörda fyrir bæði framleiðslu á leikjum og margskonar íhlutum fyrir gamlar leikjatölvur. Fyrir stuttu kynnti fyrirtækið að þeir munu gefa út nýja NES klóntölvu sem gengur undir heitinu AVS. AVS mun ekki notast við hermitækni (emulation) eða lélegar NOAC lausnir eins og flestir klónar samtímans, heldur er hún samsett úr svipuðum tölvuíhlutum og gamla NES tölvan nýtti. AVS mun geta spilað alla NES og Famicom leiki, og mun geta tengst öllum þeim gömlu aukahlutum sem komu út fyrir þær tölvur á árum áður, til að mynda Famicom Disk System viðbótinni sem flestir klónar hafa hingað til…
Í nýjasta myndbandinu frá Tölvunördasafninu opnar Yngvi upprunalegan kassa utan af Nintendo GameCube og sýnir okkur hvað fylgdi með þessari klassísku leikjavél. Yngvi fer einnig yfir vélbúnaðinn og annað innihald kassans á fróðlegan og skemmtilegan máta, og sýnir okkur stutt skot úr The Legend of Zelda safninu sem fylgdi með þessari tilteknu tölvu. Horfðu á myndbandið og skyggnstu aftur í tímann til ársins 2001 þegar GameCube tölvan var gefin út.
Sega og Relic Entertainment kynnti í gær leik sem margir hafa verið að bíða eftir. Warhammer 40.000: Dawn of War 3 mun koma út á næsta ári. Enn sem komið er hafa engin skjáskot verið sýnd úr leiknum sjálfum, en með tilkynningunni fylgdi 4 mínútna löng stikla sem ætti að gera hvern aðdáenda Warhammer 40.000 heimsins dolfallin. Í stiklunni sjáum við þrjá af vinsælustu herjum Warhammer 40.000 heimsins bregða fyrir í stórbrotinni orrustu en þeir eru; hinir nautsterku og brynvörðu Space Marines, hinir stríðselskandi og kröftugu Orkz og að sjálfsögðu hinir dularfullu og háþróuðu Eldar. Þessir þrír herir verða því að…
Þann 22. maí verður fyrsti þátturinn í þáttaröðinni Preacher frumsýndur á AMC. Þættirnir eru byggðir á samnefndri teiknimyndasögu eftir Garth Ennis sem nutu mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Sagan fjallar um prestinn Jesse Custer sem verður fyrir því óláni að verða andsetinn af afkvæmi djöfuls og engils sem gefur honum þann ofurkraft að geta skipað hverjum sem er að gera hvað sem er með rödd guðs. Í kjölfarið leggur Jesse upp í för um Bandaríkin í bókstaflegri leit að guði, til að segja honum til syndanna fyrir að yfirgefa sköpunarverk sitt, og hittir fyrir margar litríkar persónur á leiðinni sem við munum vafalaust…