Bíó og TV

Birt þann 26. apríl, 2016 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

Sjáðu persónurnar í væntanlegu Preacher þáttunum

Þann 22. maí verður fyrsti þátturinn í þáttaröðinni Preacher frumsýndur á AMC. Þættirnir eru byggðir á samnefndri teiknimyndasögu eftir Garth Ennis sem nutu mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Sagan fjallar um prestinn Jesse Custer sem verður fyrir því óláni að verða andsetinn af afkvæmi djöfuls og engils sem gefur honum þann ofurkraft að geta skipað hverjum sem er að gera hvað sem er með rödd guðs. Í kjölfarið  leggur Jesse upp í för um Bandaríkin í bókstaflegri leit að guði, til að segja honum til syndanna fyrir að yfirgefa sköpunarverk sitt, og hittir fyrir margar litríkar persónur á leiðinni sem við munum vafalaust sjá bregða fyrir í nýju þáttunum. AMC dreifðu nýlega nýjum myndum af aðalpersónum þáttanna á netið sem við viljum endilega deila með ykkur. Hvernig líst ykkur á leikaravalið?

preacher-jesse

Dominic Cooper sem predikarinn sjálfur; Jesse Custer.

preacher-tulip

Ruth Negga sem kærasta Jesse; Tulip O’Hare.

Joseph Gilgun as Cassidy - Preacher _ Season 1, Episode 1 - Lewis Jacobs/Sony Pictures Televsion/AMC

Joseph Gilgun sem írska vampíru fyllibyttan; Cassidy.

preacher-fiore

Tom Brooke og Anatol Yusef sem englarnir Fiore og Deblanc.

preacher-arseface

Ian Colletti sem Arseface.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑