Fréttir

Birt þann 4. maí, 2016 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

Warhammer 40.000: Dawn of War 3 kemur út 2017

Sega og Relic Entertainment kynnti í gær leik sem margir hafa verið að bíða eftir. Warhammer 40.000: Dawn of War 3 mun koma út á næsta ári. Enn sem komið er hafa engin skjáskot verið sýnd úr leiknum sjálfum, en með tilkynningunni fylgdi 4 mínútna löng stikla sem ætti að gera hvern aðdáenda Warhammer 40.000 heimsins dolfallin. Í stiklunni sjáum við þrjá af vinsælustu herjum Warhammer 40.000 heimsins bregða fyrir í stórbrotinni orrustu en þeir eru; hinir nautsterku og brynvörðu Space Marines, hinir stríðselskandi og kröftugu Orkz og að sjálfsögðu hinir dularfullu og háþróuðu Eldar.  Þessir þrír herir verða því að öllum líkindum í leiknum, en þó er ekki útilokað að fleiri herir verði með lokaútgáfunni.

Horfðu á stikluna hér fyrir neðan. Ef þú ert Warhammer 40.000 aðdáandi máttu búast við gæsahúð!

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑