Sjáðu nýju Suicide Squad plakötin
Warner Bros. Pictures voru að setja ný plaköt af öllum helstu persónum Suicide Squad á vefinn. Plakötin eru glæsileg og sýna vel hve leikaravalið smellpassar að öllum þeim hlutverkum sem myndin býður upp á. Suicide Squad gerist í heimi DC teiknimyndasagnanna og fjallar um sérsveit ofurillmenna sem er kölluð til þegar leysa þarf einstaklega hættuleg verkefni. Suicide Squad, sem er í leikstjórn David Ayer, er væntanleg í kvikmyndahús í byrjun ágúst.