Author: Daníel Rósinkrans

Daníel okkar var gestur Tæknivarpsins að þessu sinni og var þátturinn tileinkaður tölvuleikjum. Hverjir voru bestu leikir árs­ins? Á Google Stadia sér ein­hverja fram­tíð? Mun Half Life bjarga VR? Þessum spurningum og fleira verður mögulega svarað í 213. þætti Tæknivapsins. Stjórn­endur þáttarins eru Atli Stef­án, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reyn­ir. Mynd: Kjarninn

Lesa meira

Valve sviptu hulunni af nýjast Half Life verkefninu sínu, Half Life: Alyx sem er væntanlegur snemma á næsta ári. Atburðarás leiksins gerist á milli Half Life 1 og Half Life 2 og segir frá því sem gerist hjá Alyx og hennar nánustu vinum á þessum erfiðum tímum. Hún kemur einmitt mikið við í sögu Half Life 2, einnig í kafla eitt og tvö sem fylgdu þar á eftir. Half Life: Alyx verður eingöngu gefinn út fyrir sýndarveruleika-græjur og verður hægt að spila hann með öllum helstu tækjum sem notast við Steam. Að vita skuld. Valve tóku það sérstaklega fram að…

Lesa meira

Sony hafa formlega gefið til kynna að næsta kynslóð leikjatölva, PlayStation 5, verður gefin út jólin 2020. Jafnframt staðfestu þeir að vélin mun koma til með að heita PlayStation 5. Að þessu sinni munu Sony leggja miklar áherslur á nýja fjarstýringu sem mun fylgja vélinni. Þá verður ný tækni notuð er kallast „haptic feedback“ sem mun leysa hristi tæknina („rumble“) af hólmi. Haptic mun gefa spilurum meira tilfinningagildi og verður titringurinn mun nákvæmari en nokkru sinni fyrr. Leikjaframleiðandinn tók einnig sérstaklega fram að það verður nóg fyrir PlayStation aðdáendur að spila þar til PS5 kemur út. Death Stranding, The Last…

Lesa meira

Að búa til tölvuleik er sko enginn dans á rósum. Sérstaklega ekki þegar leikir á borð við God of War verða til og leikjahönnuðurinn ætlar sér stóra hluti. Sony PlayStation gáfu út heimildarmynd á Youtube, er nefnist „Raising Kratos“, sem fjallar um fimm ára vinnslu á leiknum God of War. Þá er farið í gegnum allt hið sæta og súra sem Santa Monica Studios þurftu að ganga í gegnum til þess að koma leiknum til skila eins og við þekkjum hann í dag. Leikstjóri leiksins, Cory Barlog, fer með okkur í gegnum erfiða reynslu sem fólst í því að koma…

Lesa meira

Rafíþróttir (eSports) hafa tekið stórt stökk hér á landi síðustu mánuði og hefur Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) nú þegar hafið mótaraðir hérlendis. Rúv sýndu til að mynda FIFA mót í samstarfi við RÍSÍ og hefur aldrei verið haldið slíkt mót í íslensku sjónvarpi. (Að okkar bestu vitund) Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) hefur ákveðið að efna til liðs í rafíþróttum og ætla sér að keppa í leikjum á borð við Counter-Strike: Global Offensive og fleiri leikjum. Miðvikudaginn 8. maí verður félagið með kynningarfund í Kaplakrika klukkan 17:00 þar sem spilarar, ásamt foreldrum, eru hvattir til þess að mæta og kynna sér rafíþróttirstarf FH…

Lesa meira

Um miðjan mars mánuð kom út heldur sérkennilegur tölvuleikur er heitir Baba Is You fyrir Nintendo Switch, Windows og fleiri stýrikerfi. Má segja að leikurinn eigi sér engan líkann og minnir helst á gamlan 8 bita NES tölvuleik. Baba Is You er heldur frumlegur þrautaleikur sem virkar mjög einfaldur við fyrstu sýn. Leikmenn þurfa að vinna með orð og breytur sem þekkjast vel í öllum forritunarmálum. Finnskur listamaður að nafni Arvi „Hempuli“ Tekari, einnig þekktur sem Hempuli Oy, teiknaði og bjó til leikinn á eiginn spítur. Leikurinn er byggður á reglum sem leikmenn þurfa að samsetja úr orðum til þess…

Lesa meira

Google kynnti til sögunnar nýja leikjaveitu fyrr í dag á GDC (Game Developer Conference) sem kemur á markaðinn síðar á þessu ári. Leikjaveitan nefnist Stadia og er hún hönnuð til þess að streyma leiki beint af netinu. Stadia virkar þannig að notandinn streymir leiki í gegnum netið á nánast hvaða snjalltæki eða einkatölvu sem er. Þannig þurfa notendur ekki endilega að eiga góðan vélbúnað fyrir leikina þar sem Google mun sjá um alla vinnsluna á öðrum enda. Að sögn Google getur Stadia streymt leiki í 4K og jafnvel skartað leiki í betri gæðum heldur en PS4 Pro og Xbox One…

Lesa meira

Hingað til hafa leikjafréttasíður og aðrir gagnrýnendur eingöngu fengið að sjá úr spilun Cyberpunk 2077, frá framleiðandanum CD Projekt Red, á bak við luktar dyr. CD Projekt Red sýndu fyrst úr leiknum á E3 leikjaráðstefnunni síðast í sumar. Þar til nú… Pólski leikjaframleiðandinn hefur nú birt 48 mínútna myndband þar sem við almenningurinn fáum loksins tækifæri að sjá hvað leikjaheimurinn hefur verið að ræða um síðustu mánuði. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið í heild sinni.

Lesa meira

Nintendo lagði ríka áherslu á nýja Super Smash Bros. – Ultimate fyrir Nintendo Switch á E3 kynningunni sinni þetta árið. Super Smash Bros. Ultimate mun skarta alla bardagakappana sem komu fram í öðrum Smash leikjum, frá Nintendo 64 yfir í Super Smash Bros. fyrir Wii U. Leikurinn er svo væntanlegur síðar á þessu ári, þann 7. desember fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna.

Lesa meira