Fréttir

Birt þann 6. maí, 2019 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

FH efnir til rafíþróttaliðs og boðar kynningarfund á miðvikudaginn

Rafíþróttir (eSports) hafa tekið stórt stökk hér á landi síðustu mánuði og hefur Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) nú þegar hafið mótaraðir hérlendis. Rúv sýndu til að mynda FIFA mót í samstarfi við RÍSÍ og hefur aldrei verið haldið slíkt mót í íslensku sjónvarpi. (Að okkar bestu vitund)

Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) hefur ákveðið að efna til liðs í rafíþróttum og ætla sér að keppa í leikjum á borð við Counter-Strike: Global Offensive og fleiri leikjum. Miðvikudaginn 8. maí verður félagið með kynningarfund í Kaplakrika klukkan 17:00 þar sem spilarar, ásamt foreldrum, eru hvattir til þess að mæta og kynna sér rafíþróttirstarf FH og íþróttina almennt.

Á vef Fréttablaðsiðs er sagt frá því á fundinum verði farið yfir hvernig bæði börn og unglingar geti æft og jafnvel keppt í tölvuleikjum. Það verði framkvæmt á ábyrgan, heilsusamlegan, markvissan og skipulagðan hátt.

Einnig er Lenovo deildin í fullu fjöri og hafa fleiri íþróttafélög á borð við KR og Fylkir keppt í deildinni. Vinsælustu leikirnir um þessar mundir eru CS:GO og League of Legends (LOL) þar sem mikill áhugi á meðal íslenska spilara ríkir fyrir þessum tveimur leikjum. Það verður spennandi að fylgjast með þessu æsi-spennandi verkefni hjá Rafíþróttasamtökum Íslands og Lenovo deildinni.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑