Leikjarýni Baba Is You á Switch

Birt þann 6. maí, 2019 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Baba Is You er „frumlegur en heldur erfiður þrautaleikur“

Baba Is You er „frumlegur en heldur erfiður þrautaleikur“ Daníel Rósinkrans

Samantekt: Bráðsnjall og skemmtilegur þrautaleikur. Frekar erfiður þegar líður á leikinn.

4

Skemmtilegur!


Um miðjan mars mánuð kom út heldur sérkennilegur tölvuleikur er heitir Baba Is You fyrir Nintendo Switch, Windows og fleiri stýrikerfi. Má segja að leikurinn eigi sér engan líkann og minnir helst á gamlan 8 bita NES tölvuleik.

Baba Is You er heldur frumlegur þrautaleikur sem virkar mjög einfaldur við fyrstu sýn. Leikmenn þurfa að vinna með orð og breytur sem þekkjast vel í öllum forritunarmálum. Finnskur listamaður að nafni Arvi „Hempuli“ Tekari, einnig þekktur sem Hempuli Oy, teiknaði og bjó til leikinn á eiginn spítur.

Leikurinn er byggður á reglum sem leikmenn þurfa að samsetja úr orðum til þess að framkvæma hinar ýmsu aðgerðir. Til að mynda ef grjót verður í vegi fyrir þér þarf að búa til reglu svo að „ÞÚ“ getir fært hann til eða breytt honum í annað fyrirbæri. Leikurinn byrjar alltaf á að kynna „ÞIG“ til leiks og er það ýmist gert með því að skilgreina hvaða fyrirbæri spilarinn er. Lang oftast „Baba Is You“, sem gefur til kynna að þú ert Baba í því tiltekna borði. (Baba er einhverskonar dýr á fjórum fótum.)


Leikurinn er byggður á reglum sem leikmenn þurfa að samsetja úr orðum til þess að framkvæma hinar ýmsu aðgerðir.

Til þess að færa grjótið þarf einfaldlega að búa til reglu svo grjótið sé færanlegt. Það er gert með því að raða orðunum „Rock Is Push“ og þá er grjótið loks færanlegt. Flóknara er það ekki og er þetta jafnframt einstaklega skemmtileg hönnun. Einnig væri hægt að breyta grjótinu í vatn með því að raða orðunum „Rock Is Water“ og færa jafn vel vatnið um stað með „Water Is Push“ svo eitthvað sé nefnt.

Borðin eru misjafnlega stór í Baba Is You.

Hvert borð hefur að geyma ólíkar reglur og mismunandi samsetningar á orðum og er það hlutverk spilarans að nota þau orð sem gefin eru upp að hverju sinni til þess að sigra þau. Reglurnar eru megin uppbygging leiksins sem gerir Baba Is You bæði frumlegan og ólíkum öðrum leikjum.

Öll borðin endar svo á orðinu „Win“ sem er endastöð hvers borð. Til dæmis segir „Flag Is Win“ til um að fáni þess borðs er endastöðin. Þurfa því spilendur að snerta fánann á einhvern hátt til þess að ljúka því tiltekna borði.


Oftast liggur lausnin beint fyrir framan nefið á manni og getur stundum verið nóg að hugsa út fyrir kassann, enda er það tilgangur leiksins.

Leikurinn skiptist í nokkra heima og hefur hver heimur að geyma ný orð og mismunandi samsetningar. Borðin í hverri veröld eru svo misjafnlega mörg og eykst erfiðleikastig leiksins til muna með hverju borði. Taka skal fram að Baba Is You er frekar erfiður þrautaleikur og kannski ekki fyrir hvern sem er, sérstaklega ef spilarar hafa litla þolimæði fyrir heilabrotum.

Oftast liggur lausnin beint fyrir framan nefið á manni og getur stundum verið nóg að hugsa út fyrir kassann, enda er það tilgangur leiksins. En það er mun auðveldara sagt en gert. Minnstu borðin geta oft á tíð verið þau erfiðustu og krefjast mikillar pælingar.

Grafík leiksins er frekar einföld og alls ekkert falleg við fyrstu sýn. En það skiptir litlu máli í Baba Is You, því leikurinn er einstaklega heillandi á sinn eiginn hátt og lítur vel út í takti við það sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Bæði hljóð og tónlist eru í 8 bita stíl sem gefur manni smá nostalgíu fýling og afturhvarf tilfinningu til gamla tímans sem er alls ekki leiðinlegt fyrir 8 bita unnendur.

Óhætt er að mæla með Baba Is You fyrir þá sem hafa gaman að þrautaleikjum almennt. Tekið skal fram, enn og aftur, að leikurinn er svínslega erfiður á köflum og alls ekki fyrir fólk með litla þolinmæði gagnvart heilabrotum. Flestir spilarar ættu þó að geta komist langleiðina í gegnum leikinn en að klára hvert einasta borð í hverri veröld getur oft reynst ómögulegt á köflum. Að sigra borðin getur verið mikill ávinningur sem fær mann til þess að litast í gripinn aftur og aftur, enda fátt betra en að uppgötva loksins lausnina eftir að hafa legið í sama borðinu dögum saman.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑