Fréttir

Birt þann 8. október, 2019 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

PlayStation 5 væntanleg jólin 2020

Sony hafa formlega gefið til kynna að næsta kynslóð leikjatölva, PlayStation 5, verður gefin út jólin 2020. Jafnframt staðfestu þeir að vélin mun koma til með að heita PlayStation 5.

Að þessu sinni munu Sony leggja miklar áherslur á nýja fjarstýringu sem mun fylgja vélinni. Þá verður ný tækni notuð er kallast „haptic feedback“ sem mun leysa hristi tæknina („rumble“) af hólmi. Haptic mun gefa spilurum meira tilfinningagildi og verður titringurinn mun nákvæmari en nokkru sinni fyrr.

Leikjaframleiðandinn tók einnig sérstaklega fram að það verður nóg fyrir PlayStation aðdáendur að spila þar til PS5 kemur út. Death Stranding, The Last of Us Part II og Ghost of Tsushima eru allt leikir sem verða gefnir út áður en PS5 kemur út.

Það verður því spennandi að fylgjast með gangi mála hjá Sony næsta árið. Microsoft ætla einnig að gefa út nýja leikjatölvu sem verður gefin út á svipuðum tíma.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑