Fréttir1 Half Life Alyx VR leikur

Birt þann 21. nóvember, 2019 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Half Life: Alyx er væntanlegur fyrir VR mars 2020

Valve sviptu hulunni af nýjast Half Life verkefninu sínu, Half Life: Alyx sem er væntanlegur snemma á næsta ári.

Atburðarás leiksins gerist á milli Half Life 1 og Half Life 2 og segir frá því sem gerist hjá Alyx og hennar nánustu vinum á þessum erfiðum tímum. Hún kemur einmitt mikið við í sögu Half Life 2, einnig í kafla eitt og tvö sem fylgdu þar á eftir.

Half Life: Alyx verður eingöngu gefinn út fyrir sýndarveruleika-græjur og verður hægt að spila hann með öllum helstu tækjum sem notast við Steam. Að vita skuld. Valve tóku það sérstaklega fram að ekki væri um að ræða Half Life 3, heldur nýr Half Life leikur í fullri lengd engu að síður.

Satt að segja lítur leikurinn mjög vel út og verður gaman fyrir VR eigendur að spreyta sig í þessum. Half Life: Alyx er væntanlegur í mars á næsta ári. Hér fyrir neðan má svo sjá stiklu sem var gefin út í kjölfarið. Njótið!

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑