Bandaríski verkfræðingurinn Nolan Bushnell stofnaði tölvuleikjafyrirtækið Atari árið 1972. Nolan hefur haft mikil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn í gegnum tíðina, meðal annars með fyrirtækinu Atari og PONG spilakassanum, sem var fyrsti tölvuleikurinn sem náði miklum vinsældum meðal almennings. All the best games are easy to learn and difficult to master. Nolan Bushnell sagði að „All the best games are easy to learn and difficult to master.“, eða að „allir bestu leikirnir er auðvelt að læra á og erfitt að ná góðum tökum á.“ Þessi spakmæli þekkjast betur í dag sem lögmál Bushnells. Til gamans má geta þá hefur tölvuleikjafyrirtækið Blizzard (Diablo,…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Átta norræn sprotafyrirtæki héldu söluræður (pitch) fyrir dómnefnd og aðra áhugasama á SlushPLAY ráðstefnunni í dag. Af þessum átta fyrirtækjum voru fjögur frá Íslandi: Sólfar, Solid Clouds, Aldin Dynamics og Radiant Games. Auk þeirra voru Poppermost frá Svíþjóð, Antagonist frá Noregi, Vulpine Games frá Finnlandi og Rokoko frá Danmörk. Poppermost Það voru Svíjarnir í Poppermost sem sigruðu söluræðukeppnina með viðskiptahugmynd sem snýr að þróun tölvuleikja sem tengjast ýmis konar jaðaríþróttum. Sigurvegarar fengu miða á Slush ráðstefnuna sem verður haldin í Finnlandi í nóvember og ókeypis pláss fyrir sýningarbás á ráðstefnunni. >> Heimasíða Poppermost Solid Clouds Dómnefnd minntist sérstaklega á íslenska…
Foreldrum ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni. Ár hvert kaupa fjölmargir foreldrar tölvuleiki sem eru alls ekki ætlaðir börnum, og í kjölfarið myndast gjarnan illa upplýst umræða um hugsanlega skaðsemi slíkra leikja. Í ljósi þess er ágætt að rifja upp hvað PEGI (Pan European Games Information) merkingarnar þýða, en þær er að finna á bakhlið tölvuleikja hérlendis. PEGI er samevrópsk flokkunarkerfi sem segir til um innihald leiksins og fyrir hvaða aldurshóp leikurinn er ætlaður. Listi yfir allar PEGI merkingar Eftirfarandi skýringar er að finna á heimasíðu PEGI: PEGI 3 : Leikir sem fá…