Fréttir

Birt þann 27. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Nintendo NX kemur út í mars 2017

Nintendo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem fram kemur að Nintendo NX leikjatölvan kemur út í mars á næsta ári. Yfirlýsingin er stutt en í henni stendur einfaldlega: „Nintendo’s next video game system, code-named NX, arrives March 2017!“ eða „Næsta leikjatölvan frá Nintendo, með verkefnaheitið NX, lendir í mars 2017!“ Fleira kemur ekki fram.

Nintend_NX_FB_tilkynning

Þessi yfirlýsing kemur mörgum á óvart þrátt fyrir orðróma um NX tölvuna. Bæði vegna þess hve óformleg þessi yfirlýsing frá Nintendo er, og hvort Nintendo sé þá að farað gefa Wii U leikjatölvuna upp á bátinn og hætta, eða a.m.k. minnka, stuðningin við þá tölvu til að fókusa á NX.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑