Fréttir

Birt þann 21. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Fjórir íslenskir tölvuleikir tilnefndir til norrænna leikjaverðlauna

Rétt í þessu sendi Nordic Game frá sér fréttatilkynningu með lista yfir þá norrænu tölvuleikir sem tilnefndir eru til Nordic Game Awards þetta árið. Tölvuleikir frá íslenskum leikjafyrirtækjum eru nokkuð áberandi í ár en alls eru fjórir tölvuleikir tilnefndir til verðlauna. EVE Gunjack frá CCP er tilnefndur fyrir tæknilega hlið leiksins (Best Technology), Kingdom frá Licorice & Noio fyrir listræna nálgun (Best Art), Aaru’s Awakening frá Lumenox fyrir hljóð (Best Audio) og Box Island frá Radiant Games sem skemmtilegasti leikurinn fyrir alla (Best Fun for Everyone).

Á Nordic Game Awards er verið er að verðlauna framúrskarandi tölvuleiki sem hafa verið framleiddir á Norðurlöndum árið 2015.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir alla þá tölvuleiki sem tilnefndir eru til verðlauna í ár.

 

Besti norræni leikurinn // Nordic Game of the Year

• Cities: Skylines, Colossal Order, Finnland
• Just Cause 3, Avalanche Studios, Svíþjóð
• Soma, Frictional Games, Svíþjóð
• Star Wars Battlefront, DICE, Svíþjóð
• Affordable Space Adventures, Knapnok Games, Danmörk

Besti norræni leikurinn á litlum skjá // Nordic Game of the Year – Small Screen

• SteamWorld Heist, Image & Form, Svíþjóð
• Helldivers, Arrowhead, Svíþjóð
• Angry Birds 2, Rovio, Finnland
• Badland 2, Frogmind Games, Finnland
• The Walking Dead: No man´s Land, Next Games, Finnland

Besta listræna nálgun // Best Art

• Star Wars Battlefront, DICE, Svíþjóð
• Badland 2, Frogmind Games, Finnland
• Kingdom, Licorice & Noio, Ísland
• Helldivers, Arrowhead, Svíþjóð
• Affordable Space Adventures, Knapnok Games, Danmörk

Besta leikjahönnun // Best Game Design

• Cities: Skylines, Colossal Order, Finnland
• Affordable Space Adventures, Knapnok Games, Danmörk
• Just Cause 3, Avalanche Studios, Svíþjóð
• Progress 100, Tim Garbos, Joel Nyström & Martin Kvale, Danmörk
• SteamWorld Heist, Image & Form, Svíþjóð

Besta tæknin // Best Technology

• Affordable Space Adventures, Knapnok Games, Danmörk
• Star Wars Battlefront, DICE, Svíþjóð
• Mad Max, Avalanche Studios, Svíþjóð
• The Park, Funcom, Noregur
• EVE Gunjack, CCP Games, Ísland

Besta hljóðið // Best Audio

• Star Wars Battlefront, DICE, Svíþjóð
• Soma, Frictional Games, Svíþjóð
• Just Cause 3, Avalanche Studios, Svíþjóð
• The Park, Funcom, Noregur
• Aaru’s Awakening, Lumenox Games, Ísland

Besta skemmtun fyrir alla // Best Fun for Everyone

• SteamWorld Heist, Image & Form, Svíþjóð
• Zombie Vikings, Zoink, Svíþjóð
• Angry Birds 2, Rovio, Finnland
• AG Drive, Zorg Entertainment, Finnland
• Box Island, Radiant Games, Ísland
• Shiftlings, Rock Pocket, Noregur
• Sofus & Månemaskinen, The Outer Zone, Danmörk

Vinningshafar verða tilkynndir á Nordic Game ráðstefnunni sem fer fram í Malmö í næsta mánuði. Nörd Norðursins verður á staðnum.

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑