Fréttir

Birt þann 24. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Að búa til og þróa EVE Valkyrie

Í seinustu viku sendi CCP frá sér VR-leikinn EVE: Valkyrie. Á EVE Fanfest var fjallað um sögu, söguheim og tæknilegar hliðar EVE: Valkyrie í erindinu Building the world of Valkyrie. Köfum aðeins dýpra í efnið.

Í erindinu bentu starfsmenn CCP á að stjórnklefi spilarans í leiknum er í raun „hans svæði“ og skiptir þar af leiðandi miklu máli að hafa allt mjög vel unnið svo að spilarinn fái almennilega VR upplifun. Sýndar voru myndir af ýmsum stjórnklefum sem veitti þeim innblástur, þar á meðal stjórnklefar í bílum, í flugvélum, í kafbátum, og gamla góða Wing Commander geimskotleiknum.

Í EVE: Valkyrie er fjölspilunarleikur sem inniheldur söguþráð. En er nauðsynlegt að vera með söguþráð í fjölspilunarleik? Hönnuðir EVE: Valkyrie telja að sagan sé jákvæð viðbót við leikinn og dýpkar sögu EVE heimsins enn frekar. Eitt af hlutverkum Rán Kavik, andliti leiksins, er að tengja saman leikjaheiminn og söguna við upplifun spilarans. Það er Katee Sackhoff sem sér um að gefa Rán líf með talsetningu sinni og tekst það mjög vel hjá henni. Fyrir þá sem ekki vita þá spilaði Katee Sackhoff stórt hlutverk í Battlestar Galactica sjónvarpsþáttunum. Fatal er illmennið í sögunni og á baksögu í EVE heiminum, þó svo hann sé ekki mjög þekkt persóna.

Grafíkin í EVE: Valkyrie er virkilega flott en það gleymist oft að hljóðið í leiknum er einnig ákaflega vel unnið. Í leiknum er notast við 3D hljóð svo að spilarinn heyrir nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur.

Grafíkin í EVE: Valkyrie er virkilega flott en það gleymist oft að hljóðið í leiknum er einnig ákaflega vel unnið. Í leiknum er notast við 3D hljóð svo að spilarinn heyrir nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur. Fullkomnunarsinnar hafa bent á að ekkert hljóð heyrist í geimnum. Það sem CCP er þó að gera með EVE: Valkyie er að bjóða upp á góðan og skemmtilegan VR geimskotleik, ekki raunverulegan hermi (simulator). Þó er hægt að fikta í hljóðstillingunum þannig að ekkert heyrist í hljóði utan stjórnklefa spilarans en þetta er ekki sjálfgefin stilling í leiknum.

CCP mun halda áfram að þróa EVE: Valkyie, gera hann betri og jafnvel bæta nýjum hlutum við hann í framtíðinni.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑