Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»Að búa til og þróa EVE Valkyrie
    Fréttir

    Að búa til og þróa EVE Valkyrie

    Höf. Bjarki Þór Jónsson24. apríl 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í seinustu viku sendi CCP frá sér VR-leikinn EVE: Valkyrie. Á EVE Fanfest var fjallað um sögu, söguheim og tæknilegar hliðar EVE: Valkyrie í erindinu Building the world of Valkyrie. Köfum aðeins dýpra í efnið.

    Í erindinu bentu starfsmenn CCP á að stjórnklefi spilarans í leiknum er í raun „hans svæði“ og skiptir þar af leiðandi miklu máli að hafa allt mjög vel unnið svo að spilarinn fái almennilega VR upplifun. Sýndar voru myndir af ýmsum stjórnklefum sem veitti þeim innblástur, þar á meðal stjórnklefar í bílum, í flugvélum, í kafbátum, og gamla góða Wing Commander geimskotleiknum.

    Í EVE: Valkyrie er fjölspilunarleikur sem inniheldur söguþráð. En er nauðsynlegt að vera með söguþráð í fjölspilunarleik? Hönnuðir EVE: Valkyrie telja að sagan sé jákvæð viðbót við leikinn og dýpkar sögu EVE heimsins enn frekar. Eitt af hlutverkum Rán Kavik, andliti leiksins, er að tengja saman leikjaheiminn og söguna við upplifun spilarans. Það er Katee Sackhoff sem sér um að gefa Rán líf með talsetningu sinni og tekst það mjög vel hjá henni. Fyrir þá sem ekki vita þá spilaði Katee Sackhoff stórt hlutverk í Battlestar Galactica sjónvarpsþáttunum. Fatal er illmennið í sögunni og á baksögu í EVE heiminum, þó svo hann sé ekki mjög þekkt persóna.

    Grafíkin í EVE: Valkyrie er virkilega flott en það gleymist oft að hljóðið í leiknum er einnig ákaflega vel unnið. Í leiknum er notast við 3D hljóð svo að spilarinn heyrir nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur.

    Grafíkin í EVE: Valkyrie er virkilega flott en það gleymist oft að hljóðið í leiknum er einnig ákaflega vel unnið. Í leiknum er notast við 3D hljóð svo að spilarinn heyrir nákvæmlega hvaðan hljóðið kemur. Fullkomnunarsinnar hafa bent á að ekkert hljóð heyrist í geimnum. Það sem CCP er þó að gera með EVE: Valkyie er að bjóða upp á góðan og skemmtilegan VR geimskotleik, ekki raunverulegan hermi (simulator). Þó er hægt að fikta í hljóðstillingunum þannig að ekkert heyrist í hljóði utan stjórnklefa spilarans en þetta er ekki sjálfgefin stilling í leiknum.

    CCP mun halda áfram að þróa EVE: Valkyie, gera hann betri og jafnvel bæta nýjum hlutum við hann í framtíðinni.

    ccp eve fanfest EVE Fanfest 2016 EVE Valkyrie VR
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÞetta eru íslensku leikirnir sem eru tilnefndir til NGA 2016
    Næsta færsla EVE Fanfest 2016 samantekt
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025

    Echoes of the End í endurbættri útgáfu

    8. nóvember 2025

    GTA 6 seinkað um hálft ár

    6. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025

    Það sem við vitum um Gang of Frogs

    15. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta

    14. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    • Það sem við vitum um Gang of Frogs
    • Icelandic Game Fest haldið í fyrsta
    • Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.