Fréttir

Birt þann 26. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Solid Clouds með nýtt sýnishorn úr Starborne

Íslenska leikjafyrirtækið Solid Clouds sendi frá sér nýtt sýnishorn úr leiknum Starborne í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur unnið að gera leiksins undanfarið og kynnti hugmyndina meðal annars á Slush Play ráðstefnunni í fyrra. Í þessu nýja sýnishorni sjáum við heiminn í Starborne en hægt verður að þysja út til að sjá allt kortið og þysja inn til að sjá betur hvað er að gerast á hverju svæði fyrir sig.

Starborne er samblanda af borðspili og tölvuleik. Kannski er réttast að líkja leiknum við einhvers konar afkvæmi Civilization og EVE Online.

Starborne er samblanda af borðspili og tölvuleik. Kannski er réttast að líkja leiknum við einhvers konar afkvæmi Civilization og EVE Online. Í Starborne er barist um yfirráðasvæði í geimnum og geta spilarar myndað bandalög gegn öðrum spilurum eða hópum. Stærð heimsins í leiknum er gríðarlegur, en til samanburðar þá inniheldur kortið í Starborne í kringum 1,5 milljón sexhyrninga á meðan stærsta kortið í Civilization 5 eru rétt rúmir 10 þúsund! Hver leikur í Starborne tekur sex mánuði að klára og þeir spilarar sem ráða yfir stærsta svæðinu í lok leiks standa uppi sem sigurvegarar.

Starborne býður upp á heldur óhefðbundna spilun þar sem spilarinn ákveður aðgerðir í leiknum og geta svo liðið frá nokkrum mínútum upp í nokkra klukkutíma þar til spilarinn framkvæmir næstu aðgerð. Í leiknum er spilarinn mjög frjáls og ræður hvaða leiðir hann fer og hvaða taktík hann notar, en eins og gengur og gerist eru spilarar auðvitað sterkari þegar þeir standa saman í stað þess að spila sóló og því æskilegt að mynda einhverskonar tengsl við aðra spilara í leiknum og tengjast einhverju teymi með einum eða öðrum hætti.

Áhugasamir geta sótt um að prófa leikinn þar sem Solid Cloud leitar að prófurum fyrir Alpha-útgáfuna. Hægt er að sækja um Alpha-aðgang hér á heimasíðu Starborne.

Nýja sýnishornið er hægt að sjá hér á Facebook síðu Starborne.

Ekki er kominn útgáfudagur fyrir leikinn.

SKJÁSKOT ÚR NÝJA SÝNISHORNINU

Starborne_01

Starborne_02

Starborne_04

Starborne_03

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑