Author: Bjarki Þór Jónsson

Undanfarna daga og vikur hefur ansi margt gengið á í tengslum við forsetakosningarnar í sumar. Ólafur hætti við að hætta við, en hætti svo aftur við meðal annars vegna þess að Davíð Oddsson ákvað að bjóða sig fram til forseta. Í leiknum á Davíð að safna atkvæðum (punktum) og forðast að snerta mótframbjóðendurna… Nú hefur skapandi leikjahönnuður búið til tölvuleik í anda Pac-Man þar sem spilarinn stjórnar Davíði Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Leikurinn heitir „Dabbi kóngur“ (sem er tilvísun í þekkt atriði úr áramótaskaupinu frá árinu 2001) og í honum stjórnar spilarinn Davíði með svipuðum hætti og Pac-Man…

Lesa meira

Mikil spenna ríkti fyrir Fallout 4 þegar hann var gefinn út í nóvember á síðasta ári, enda hafa Fallout leikirnir náð miklum vinsældum í leikjaheiminum með leikjum á borð við Fallout 3 og Fallout: New Vegas. Líkt og áður er það tölvuleikjafyrirtækið Bethesda sem stendur á bak við nýja Fallout leikinn en undanfarin ár hafa þeir einnig sett mikið púður í The Elder Scrolls leikjaseríuna. Sögusvið Fallout 4 er Boston árið 2287. Borgin er rústir einar þar sem 210 ár eru liðin frá hræðilegu kjarnorkustríði sem lagði nánast allt í rúst. Spilarinn stjórnar persónu (sem hann fær að búa til)…

Lesa meira

Ný stikla úr Call of Duty: Infinite Warfare var birt fyrr í dag á YouTube-síðu Call of Duty leikjaseríunnar. Eins og sést í stiklunni mun leikurinn innihalda nóg af hasar og spennu, á jörðu niðri sem og í geimnum! Í stiklunni er minnst tónlistarmannsins David Bowie sem lést fyrr á árinu með Space Oddity ábreiðu sem hljómar í seinni hluta stiklunnar. Leikurinn er væntanlegur í verslanir 4. nóvember 2016.

Lesa meira

Þá er komið á hreint hvaða leikir áskrifendur PlayStation Plus þjónustunnar fá í næsta mánuði. Í hverjum mánuði fá PlayStation Plus áskrifendur nokkra ókeypis leiki og fá sér afslætti af völdum vörum. Auk þess sem áskrifendur fá aðgang að netspilun. Leikirnir sem áskrifendur fá í maí eru þessir samkvæmt PlayStation Blog: Tropico 5 (PS4) Table Top Racing: World Tour (PS4) Bionic Commando Rearmed 2 (PS3) LocoRoco Cocoreccho! (PS3) Switch Galaxy Ultra (PS Vita, PS4) God of War: Ghost of Sparta (PSP, PS Vita) Við á Nörd Norðursins gagnrýndum Tropico 5 og gáfum leiknum 3 stjörnur af 5 mögulegum. Hér er…

Lesa meira

Nintendo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem fram kemur að Nintendo NX leikjatölvan kemur út í mars á næsta ári. Yfirlýsingin er stutt en í henni stendur einfaldlega: „Nintendo’s next video game system, code-named NX, arrives March 2017!“ eða „Næsta leikjatölvan frá Nintendo, með verkefnaheitið NX, lendir í mars 2017!“ Fleira kemur ekki fram. Þessi yfirlýsing kemur mörgum á óvart þrátt fyrir orðróma um NX tölvuna. Bæði vegna þess hve óformleg þessi yfirlýsing frá Nintendo er, og hvort Nintendo sé þá að farað gefa Wii U leikjatölvuna upp á bátinn og hætta, eða a.m.k. minnka, stuðningin…

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið Solid Clouds sendi frá sér nýtt sýnishorn úr leiknum Starborne í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur unnið að gera leiksins undanfarið og kynnti hugmyndina meðal annars á Slush Play ráðstefnunni í fyrra. Í þessu nýja sýnishorni sjáum við heiminn í Starborne en hægt verður að þysja út til að sjá allt kortið og þysja inn til að sjá betur hvað er að gerast á hverju svæði fyrir sig. Starborne er samblanda af borðspili og tölvuleik. Kannski er réttast að líkja leiknum við einhvers konar afkvæmi Civilization og EVE Online. Starborne er samblanda af borðspili og tölvuleik. Kannski er réttast að líkja…

Lesa meira

Í seinustu viku sendi CCP frá sér VR-leikinn EVE: Valkyrie. Á EVE Fanfest var fjallað um sögu, söguheim og tæknilegar hliðar EVE: Valkyrie í erindinu Building the world of Valkyrie. Köfum aðeins dýpra í efnið. Í erindinu bentu starfsmenn CCP á að stjórnklefi spilarans í leiknum er í raun „hans svæði“ og skiptir þar af leiðandi miklu máli að hafa allt mjög vel unnið svo að spilarinn fái almennilega VR upplifun. Sýndar voru myndir af ýmsum stjórnklefum sem veitti þeim innblástur, þar á meðal stjórnklefar í bílum, í flugvélum, í kafbátum, og gamla góða Wing Commander geimskotleiknum. Í EVE: Valkyrie…

Lesa meira

Á fimmtudaginn birtum við lista yfir þá leiki sem tilnefndir eru til norrænu tölvuleikjaverðlaunanna Nordic Game Awards í ár. Á listanum eru fjórir leikir frá íslenskum leikjafyrirtækjum; Aaru’s Awakening frá Lumenox Games, Box Island frá Radiant Games, EVE Gunjack frá CCP Games og Kingdom frá Licorice & Noio. En hvaða leikir eru þetta? Við skulum skoða þá aðeins betur. AARU’S AWAKENING Aaru’s Awakening er hraður platformer sem á sér nokkuð langa sögu. Aaru’s Awakening er hraður platformer sem á sér nokkuð langa sögu. Árið 2011 sigraði leikurinn Game Creator, sem er tölvuleikjasamkeppni sem Icelandic Game Industry hafa haldið nokkrum sinnum…

Lesa meira

CCP kynnti nýja viðbót við EVE Online fjölspilunarleikinn á EVE Fanfest í gær. Nýja viðbótin heitir EVE Online: Citadel og í henni geta spilarar byggt nýtt mannvirki sem kallast Citadel sem býður upp á marga nýja möguleika og er eins konar heimili spilarans í EVE heiminum. Mottóið í nýju viðbótinni er: Build your Dreams – Wreck their Dreams, eða byggðu þína drauma – eyðilegðu þeirra drauma. Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd sem sýna brot úr EVE Online: Citadel viðbótinni. Fyrra myndbandið er stikla úr EVE Online: Citadel þar sem við sjáum Citadel mannvirkið á friðartíma og undir áras. Í…

Lesa meira