Þá er komið á hreint hvaða leikir áskrifendur PlayStation Plus þjónustunnar fá í næsta mánuði. Í hverjum mánuði fá PlayStation Plus áskrifendur nokkra ókeypis leiki og fá sér afslætti af völdum vörum. Auk þess sem áskrifendur fá aðgang að netspilun. Leikirnir sem áskrifendur fá í maí eru þessir samkvæmt PlayStation Blog: Tropico 5 (PS4) Table Top Racing: World Tour (PS4) Bionic Commando Rearmed 2 (PS3) LocoRoco Cocoreccho! (PS3) Switch Galaxy Ultra (PS Vita, PS4) God of War: Ghost of Sparta (PSP, PS Vita) Við á Nörd Norðursins gagnrýndum Tropico 5 og gáfum leiknum 3 stjörnur af 5 mögulegum. Hér er…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Nintendo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem fram kemur að Nintendo NX leikjatölvan kemur út í mars á næsta ári. Yfirlýsingin er stutt en í henni stendur einfaldlega: „Nintendo’s next video game system, code-named NX, arrives March 2017!“ eða „Næsta leikjatölvan frá Nintendo, með verkefnaheitið NX, lendir í mars 2017!“ Fleira kemur ekki fram. Þessi yfirlýsing kemur mörgum á óvart þrátt fyrir orðróma um NX tölvuna. Bæði vegna þess hve óformleg þessi yfirlýsing frá Nintendo er, og hvort Nintendo sé þá að farað gefa Wii U leikjatölvuna upp á bátinn og hætta, eða a.m.k. minnka, stuðningin…
Íslenska leikjafyrirtækið Solid Clouds sendi frá sér nýtt sýnishorn úr leiknum Starborne í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur unnið að gera leiksins undanfarið og kynnti hugmyndina meðal annars á Slush Play ráðstefnunni í fyrra. Í þessu nýja sýnishorni sjáum við heiminn í Starborne en hægt verður að þysja út til að sjá allt kortið og þysja inn til að sjá betur hvað er að gerast á hverju svæði fyrir sig. Starborne er samblanda af borðspili og tölvuleik. Kannski er réttast að líkja leiknum við einhvers konar afkvæmi Civilization og EVE Online. Starborne er samblanda af borðspili og tölvuleik. Kannski er réttast að líkja…
Í seinustu viku sendi CCP frá sér VR-leikinn EVE: Valkyrie. Á EVE Fanfest var fjallað um sögu, söguheim og tæknilegar hliðar EVE: Valkyrie í erindinu Building the world of Valkyrie. Köfum aðeins dýpra í efnið. Í erindinu bentu starfsmenn CCP á að stjórnklefi spilarans í leiknum er í raun „hans svæði“ og skiptir þar af leiðandi miklu máli að hafa allt mjög vel unnið svo að spilarinn fái almennilega VR upplifun. Sýndar voru myndir af ýmsum stjórnklefum sem veitti þeim innblástur, þar á meðal stjórnklefar í bílum, í flugvélum, í kafbátum, og gamla góða Wing Commander geimskotleiknum. Í EVE: Valkyrie…
Á fimmtudaginn birtum við lista yfir þá leiki sem tilnefndir eru til norrænu tölvuleikjaverðlaunanna Nordic Game Awards í ár. Á listanum eru fjórir leikir frá íslenskum leikjafyrirtækjum; Aaru’s Awakening frá Lumenox Games, Box Island frá Radiant Games, EVE Gunjack frá CCP Games og Kingdom frá Licorice & Noio. En hvaða leikir eru þetta? Við skulum skoða þá aðeins betur. AARU’S AWAKENING Aaru’s Awakening er hraður platformer sem á sér nokkuð langa sögu. Aaru’s Awakening er hraður platformer sem á sér nokkuð langa sögu. Árið 2011 sigraði leikurinn Game Creator, sem er tölvuleikjasamkeppni sem Icelandic Game Industry hafa haldið nokkrum sinnum…
CCP kynnti nýja viðbót við EVE Online fjölspilunarleikinn á EVE Fanfest í gær. Nýja viðbótin heitir EVE Online: Citadel og í henni geta spilarar byggt nýtt mannvirki sem kallast Citadel sem býður upp á marga nýja möguleika og er eins konar heimili spilarans í EVE heiminum. Mottóið í nýju viðbótinni er: Build your Dreams – Wreck their Dreams, eða byggðu þína drauma – eyðilegðu þeirra drauma. Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd sem sýna brot úr EVE Online: Citadel viðbótinni. Fyrra myndbandið er stikla úr EVE Online: Citadel þar sem við sjáum Citadel mannvirkið á friðartíma og undir áras. Í…
Rétt í þessu sendi Nordic Game frá sér fréttatilkynningu með lista yfir þá norrænu tölvuleikir sem tilnefndir eru til Nordic Game Awards þetta árið. Tölvuleikir frá íslenskum leikjafyrirtækjum eru nokkuð áberandi í ár en alls eru fjórir tölvuleikir tilnefndir til verðlauna. EVE Gunjack frá CCP er tilnefndur fyrir tæknilega hlið leiksins (Best Technology), Kingdom frá Licorice & Noio fyrir listræna nálgun (Best Art), Aaru’s Awakening frá Lumenox fyrir hljóð (Best Audio) og Box Island frá Radiant Games sem skemmtilegasti leikurinn fyrir alla (Best Fun for Everyone). Á Nordic Game Awards er verið er að verðlauna framúrskarandi tölvuleiki sem hafa verið framleiddir á Norðurlöndum…
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP óskar eftir sjálfboðaliðum á EVE Fanfest sem fer fram dagana 21.-23. apríl í Hörpu. Óskað er eftir aðilum til að aðstoða gesti til að prófa nýjustu leiki fyrirtæksins, VR-leikina EVE Gunjack og EVE Valkyrie. Sjálfboðaliðar fá ókeypis mat og drykk auk þess sem þeir fá miða í lokapartíið sem heldur verður í Hörpu á laugardagskvöldið. Steinþór Helgi hjá CCP (og eflaust margir þekkja sem dómara og spurningarhöfund í Gettu Betur) birti eftirfarandi auglýsinguna á Twitter-síðu sinni. https://twitter.com/StationHelgi/status/720575957644492800
Fimmta apríl síðastliðinn var aðalfundur IGI, Icelandic Game Industry, haldinn á Vox í Reykjavík. Þar voru meðal annars nýjar hagtölur kynntar úr leikjaiðnaðinum hér á Íslandi. Þar kom meðal annars fram að uppsöfnuð velta íslenska leikjaiðnaðarins frá árinu 2008 eru 68 milljarðar króna og að meðalvöxtur iðnaðarins sé um 18% á ári. Auk þess fór ný heimasíða IGI í loftið sama dag. Á Vimeo-síðu Samtaka iðnaðarins er að finna fjórar upptökur frá aðalfundinum. 1) Í þessu myndbandi talar Þorsteinn Baldur Friðriksson frá Plain Vanilla um reynslu sína með QuizUp og að ný fyrirtæki eigi að vera óhrædd við að biðja notendur um…
Þessi ungi snillingur náði að klára Super Mario Bros. á tímanum 4:57.260 – sem er nýtt heimsmet! Sjáðu hvernig fór hann fór að þessu í myndbandinu hér fyrir neðan. Vinstra megin á skjánum er svo hægt að fylgjast með hjartsláttartíðni spilarans sem hækkar áberandi mikið þegar styttist í endann.